Goðasteinn - 01.09.2003, Page 113
Goðasteinn 2003
III
Pálrai Eyjólfsson
Maður er nefndur Pálmi Eyjólfsson og á heima á Hvolsvelli í hjarta
Suðurlands. Sjálfmenntaður að miklu leyti. En hvers vegna skrifa ég pistil um
Pálma í þessa bók? Það er vegna þess, hversu skemmtilegur maðurinn er og hress
í anda. Fyrst sá ég hann, er sýslumaður Rangæinga, Björn Friðgeir Björnsson,
þingaði í Þykkvabænum haustið 1957. Þá var Pálmi enn ungur maður, aðeins 37
ára. Hann þekkti alla íbúa Rangárþings, því að minnið er traust, og allir íbúar
sýslunnar könnuðust við hann. Pálmi talaði við alla og gerði sér ekki mannamun.
Mér geðjaðist strax vel að manni þessum. Mikið var jafnan að gera á manntals-
þingum þessum, en Pálmi æðraðist ekki, og sagðist aldrei hafa aðeins tvær hend-
ur, eins og þeim hættir til að segja, sem ekki eiga þjónslundina ríku og lipurt geð.
Björn sýslumaður fékk þarna góðan og lipran aðstoðarmann. Þeirra leiðir skildu
heldur ekki fyrr en Björn fór á eftirlaun um sjötugsaldur. Pálmi hélt áfram að
vinna eftir það á sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli hjá tveimur sýslumönnum, þeim
Böðvari Bragasyni og Friðjóni Guðröðarsyni. Samvinnan við þá var með ágætum.
Hvernig gat það öðruvísi verið? Pálmi á nefnilega það lundarfar, sem engin styrj-
öld fylgir.
Ekki vissi ég, að Pálmi væri skáld-
mæltur fyrr en Björn sýslumaður sagði
mér það. Við brugðum okkur að vanda
inn í bókakompuna í barnaskólanum í
Þykkvabæ, sem varla var hægt að snúa
sér við í, og ræddumst við um stund.
Fofaði ég sýslumanni að heyra eitthvað
eftir mig í bundnu máli þarna inni. Þá
sagði hann mér, að Pálmi sýsluskrifari
sinn og aðstoðarmaður væri lipurt skáld.
Um þetta hef ég sannfærst, eftir að ljóð
Pálma tóku að birtast í blöðum og tíma-
ritum. Og þegar þetta er ritað, hefur
hann sent frá sér sína fyrstu ljóðabók.
Pálmi birti fyrst eftir sig ljóð í Samvinn-
unni, meðan hún kom út, síðar í Fesbók
Morgunblaðsins. Fjóðin hans Pálma eru
óþvinguð að efni og orðafari og segja
-111-