Goðasteinn - 01.09.2003, Page 114
Goðasteinn 2003
frá sveitalífi og gömlum þjóðháttum. Reglulega ánægjuleg lesning hverjum þeim,
sem ann heilbrigðu mannlífi.
Jafnan þegar ég hitti Pálma á götu hér í borg, sem iðulega kemur fyrir, því að
hann á að sjálfsögðu iðulega erindi hingað, er hann með gamanyrði á vörum.
Minnir hann mig þá gjaman á vísuna um Friðrik kaupmann í Miðkoti, er ég setti
eitt sinn saman, að gefnu tilefni:
Ég brá mér að vanda í bæinn;
í bflnum var skrafað glatt.
I framsætinu var Friðrik,
með fornlegan, brúnan hatt.
Friðrik var besti karl. En honum sárnaði hálfvegis, að minnst skyldi á þennan
fornlega, brúna hatt, er hann bar á leið til höfuðstaðarins. Það vissi Pálmi mæta
vel. Þess vegna gerði ég bragarbót vegna þessa erindis, og kvað.
Eg er í engum vafa,
iðrunin sturlar geð.
Ég hefði ekki átt að hafa
hattinn hans Friðriks með.
Fyrir nokkmrn árum hittumst við Pálmi í Landsbanka íslands í Austurstræti.
Biðum báðir eftir afgreiðslu.Varpaði þá Pálmi fram eftirfarandi stöku á staðnum:
Hérna em heiðursmenn
háðir gömlum töxtum.
Auðunn Bragi bíður enn;
bók hans er á vöxtum.
Pálmi er, þegar þetta er ritað, 82 ára að aldri. Hann er glaður sem fyrr og gerir
aðra glaða meðan hann stendur uppréttur. Sú þjóð er rík, sem á marga lflca honum
Pálma Eyjólfssyni á Hvolsvelli.
-112-