Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 115
Goðasteinn 2003
IV
Sveinn Jón Sveinsson
Maður hét Sveinn Jón Sveinsson, venjulega nefndur Sveinjón af kunnugum.
Alla ævi átti hann heima í Rangárþingi, sem honum mun hafa verið kært. Hann
var fæddur í Miðkoti í Fljótshlíð 30. mars 1901. Tók ungur að vinna við múrverk,
bæði um Suðurland og í Reykjavík. Réttindi hlaut hann í þeirri iðngrein með
ráðherrabréfi frá Ingólfi á Hellu, sem þá var landbúnaðar- og samgönguráðherra.
En því miður naut Sveinjón skammt þessara réttinda, því að hann andaðist 24.
febrúar 1968, eftir löng og ströng veikindi. Hann var einn á báti um ævina, og ég
held hálfgerður einstæðingur. Ljóðagerðin mun hafa verið honum mikill léttir í
lífsbaráttunni. Hann orti að vísu ekki mikið. í „Ljóðum Rangæinga“, er út komu
1968, eru fimm stutt ljóð eftir Sveinjón, öll snotur, eins og þetta, er hann nefndi
„Litið til baka“:
Ljær og nær er frost og hjarn,
föli slær í sporin.
O, að ég væri eins og barn
eða blær á vorin.
Þá er Ijóðið „Ég minnist þín“ einkar
hugljúft. Vart held ég að fari á milli
mála, að þar yrki hann til einhverrar
konu, sem hann leit hýru auga, meðan
bæði voru ung. Ég vil benda lesendum
þessa rits á ljóðin hans Sveinjóns í
„Ljóðum Rangæinga“.
En þetta átti víst ekki að vera nein
bókmenntaumræða, heldur persónuleg
lýsing á góðum kunningja, sem ég átti
nokkurt sálufélag við um skeið. Svein-
jón sá ég fyrst og heyrði haustið 1953,
er ég fluttist með fjölskyldu mína austur
undir Eyjafjöll, þar sem ég gerðist
skólastjóri yfir sjálfum mér og nokkrum
krökkum. Við urðum samferða í kassa-
bíl. Oft var stansað á leiðinni. Nokkrum
Sveinn Jón Sveinsson
-113-