Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 117
Goðasteinn 2003
Hart úr máta háði stríð,
hug þó státinn bar hann.
Einn á báti alla tíð;
einatt kátur var hann.
Oft ég ræddi vininn við,
vísna- þræddum -strikið.
Af því fræddist ótalið;
á því græddi mikið.
Ævi landa andóf hlaut,
engin ganga um hallir.
Hefur stranga haldið braut;
hana ganga allir.
Nú er genginn grafarleið
góður drengur, fróður.
Ber ei lengur bretti og skeið;
bragastrengur hljóður.
(Birtist í íslendingaþáttum Tímans 8. tbl. 2. árg., bls. 6.)
V
Þórður Loftsson
Allt í einu skaut upp í huga mér manni einum, sem ég kynntist eitt sinn tals-
vert og átti samskipti við. Maðurinn var bóndasonur úr Austur- Landeyjum, og
átti þar heima öll sín uppvaxtarár. Fram við hafið leit hann fyrst ljós dagsins 31.
maí 1906 og hét Þórður Loftsson. Voru foreldrar hans Loftur Þórðarson, bóndi á
Bakka, og kona hans, Kristín Sigurðardóttir ljósmóðir.
Ég sá Þórð fyrst, er ég var á ferð í bifreið austur undir Eyjafjöll úr Reykjavík,
og kom við á Hellu. Þar bjuggu þá í litlu húsi í þorpinu foreldrar Þórðar, og bjó
hann hjá þeim, ókvæntur fram eftir aldri. Okkur var vísað heim í þetta hús með
börnin þrjú, sem okkur fylgdu, þar eð bifreiðin, sem flutti okkur hafði nokkurn
stans. Kona mín var ófrísk, og mátti ekki við að sitja lengi í óupphitaðri bifreið. I
dyrum hússins á Hellu mættum við séra Arngrími Jónssyni, sóknarpresti í Odda,
-115-