Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 118
Goðasteinn 2003
sem verið hafði í heimsókn hjá föður Þórðar, sem þá var sjúkur og dó nokkrum
dögum síðar. Við fengum hinar alúðlegustu viðtökur. Auk Þórðar og foreldra hans
bjó þarna bróðir Þórðar, Björn að nafni. Hann lærði síðar til að verða smíðakenn-
ari og var við það starf í mörg ár.
Haustið 1964 var svo komið hjá mér, sem þá var skólastjóri í Þykkvabæ í
Rangárvallasýslu, að mig vantaði kennara með mér. Börnum á skólaaldri hafði
fjölgað mjög. Ég kom til skólastjórans á Hellu,Vigfúsar Ólafssonar, og spurðist
fyrir um það, hvort hann mundi vita af einhverjum, sem ég gæti fengið sem kenn-
ara með mér. Þá segir Vigfús:„Hefurðu talað við hann Þórð Loftsson?“ Þetta lét
ég mér að kenningu verða og hélt á fund Þórðar, og tók hann vel í þetta, en á
Hellu fékk hann ekki lengur kennarastöðu, vegna þess að hann hafði ekki kenn-
araréttindi. Hafði lokið gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
árið 1924. Varð ég feginn, að þetta gekk svona fljótt og vel fyrir sig.
Skólinn hófst að venju í byrjun októbermánaðar. Þórður var vanur kennslu upp
á gamla mátann. Var um skeið kennari á Hellu og skólastjóri, en fékk sem sagt
ekki kennslu þar meir, eins og fyrr segir. Þórður hafði þann háttinn á að pota
hverjum og einum áfram, eftir getu, en talaði lítt til bekkjarins. Notaði sárasjaldan
töfluna. Þórður var vinsæll af nemendum sínum. Hann las talsvert fyrir þá og
sagði þeim sögur. Hversu oft hann hefur sagt þeim söguna af Steini Bollasyni veit
ég ekki, en það var oft. Þórður var greindur maður og las talsvert. Tímaritið
danska, FREM, sem gefið var út í Danmörku um nokkur ár, mat hann mikils og
las það oft, en dönsku skildi hann vel á bók, þó að hann muni ekki hafa talað
málið að neinu ráði. Þannig er þetta um marga Islendinga. Þeir geta lesið erlend
tungumál sér að gagni, t.d. dönsku, en eru næstum mállausir, þegar tjá skal sig
munnlega á málinu.
Reykingamaður var Þórður í meira lagi, en eingöngu var það pípan, sem hann
hafði uppi í sér. Sígarettur bragðaði hann alls ekki. Eitt sinn var honum boðin
sígaretta, er hann sat með okkur í eldhúsinu í Gerði í Þykkvabæ, en Þórður
borðaði hjá okkur og hélt til meðan hann kenndi í Þykkvabæ. En víkjum að Þórði
og sígarettunni. Hann afþakkaði hana með eftirfarandi orðum: „Ég kalla þetta nú
ekki tóbak!“
Oft spurði ég Þórð að því, hvernig þessi og þessi nemandi stæði sig í náminu
hjá honum.Venjulega var svar Þórðar á þessa leið: „Hann seiglast“. Þórður vildi
ekki segja neitt misjafnt um nokkurn mann. Hann vildi gera gott úr öllu. Þó gat
hann orðið býsna þungur á brúnina og harðorður, ef allt ætlaði af göflunum að
ganga í bekknum hjá honum. Ég varð eitt sinn vitni að orðum, sem hann lét falla
við afar óstýrilátan strák. Ekki voru þessi orð þó á neinn hátt meiðandi fyrir
viðkomandi.
-116-