Goðasteinn - 01.09.2003, Page 119
Goðasteinn 2003
Venjulega fór Þórður heim til sín að Hellu um helgar. Hann var kominn í sam-
band við konu, sem hann unni mjög og talaði oft um. Hún hét Matthildur Jóhann-
esdóttir og var frá Patreksfirði. Barnlaus voru þau að vonum, þar eð samband
þeirra hófst seint á æviskeiði beggja.
Sumarið 1967 hóf Þórður að læra að aka bifreið. Hallgrímur Pétursson á Hellu
kenndi honum. Langan tíma tók nám þetta að vonum, þar eð Þórður var kominn á
sjötugsaldur. Hann keypti sér SKODA-bifreið og ók nú á milli, en hann ók það
hægt, að hann var mesta plága á götunum. Meðan Þórður átti ekki bifreið, sætti
hann lagi að komast með einhverju farartæki upp að Hellu og frá. Eg minnist
þess, að eitt sinn komst Þórður upp eftir með veghefli. Trúlega hefur hann komið
nokkuð seint til hennar Matthildar sinnar þá.
Eftir að Matthildur dó, varð Þórður mikill einstæðingur. Þau höfðu flust úr
Hlíðahverfinu, þar sem þau áttu heima í nokkur ár, að Hátúni 10. Þar fengu þau
góða íbúð og gátu nýtt sér þjónustu þá, sem í boði er, á þeim stað. Þórður dvaldi
þar næstum þar til yfir lauk. Þar kom ég til hans eitt sinn. Hann bauð mér að
drekka úr einni flösku af léttu öli, sem ég þáði.
Bifreiöa- og buvélaeigendur!
Veitum fullkomna viðgerðaþjónustu fyrir bifreiðar-
og landbúnaðartæki
Smuntöð - Sprautun - Hjólbarðavið?erðir - Réttinvar
Erum með faggildingu fyrir endurskoðun
á fólksbifreiðum og þjónustu v/ökurita.
Bílaverkstœöid Rauðalœk
Sími 487 5402 - Fax 487 5401
-117-