Goðasteinn - 01.09.2003, Page 120
Goðasteinn 2003
Guðbjörn Jónsson frá Framnesi
Sjúkraflutningur fyrir 60 árum og
fleiri þættir úr nýliðinni sögu
Sögusvið og persónur ■ Anna á Sandhólaferju veikist ■ Merkisberi síðasta ferjumanns á
Sandhólaferju. ■ Þjórsártún, fjölsóttur áningarstaður, vagga félagslegra samtaka á
Suðurlandi. - Líf í læknis hendi.
Þegar góðan granna eða lengra aðkominn gest ber að garði, er gjarnan lyft loki
af viskubrunni þjóðarinnar, þeir leyndardómar skoðaðir frá ýmsum hliðum og
sjónarhornum. A slíkum samfundum er oft hugsað til œskuáranna, áratugi aftur í
tímann, rœtt um atburði líðandi stundar og jafnvel reynt að spá inn í framtíðina.
Upphafið að þessum þáttum, sem hérfara á eftir var það aðfyrir nokkrum árum í
þröngum vina- og kunningjahóp, var farið að rifja upp ýmsar minningar á lífs-
leiðinni og jafnframt að rœða um daginn og veginn. Þá sagði ég meðal annarsfrá
þessu atviki í stórum dráttum. Að því loknu sagði einn vinur minn við mig: „Nú
tekur þú þér stílvopn í hönd, skrifar þetta niður og kemur því einhvers staðar á
prent.“ Þá gerði ég víst hvorki að neita því eða játa. Nokkru síðar er það ítrekað
við mig og ýtt á mig að gera þetta. Egfór upp úr því að leita eftir samþykki þeirra
er hlut áttu að máli og jafnframt að afla mér nánari upplýsinga um ýmis atriði.
Því var vel tekið af aðstandendum. Kann ég þeim kœrar þakkir fyrir, ásamt
öðrum, sem stutt hafa að því að koma þessu áframfœri. Hér er svo afraksturinn -
lítil sáta af þeim akri, sem íslensk bænda- og sveitamenning hefur ræktað í
samráði við guð og náttúruna ífull þúsund ár.
1. Sögusvið og persónur
1.1 Hjónin Guðmundur og Anna á Sandhólaferju
1941 Bjuggu á Sandhólaferju hjónin Guðmundur Halldórsson og kona hans
Anna Jóhanna Sumarliðadóttir. Guðmundur Halldórsson, á Syðri-Rauðalæk.
Foreldrar: Halldór Halldórsson og seinni kona hans Margrét Bárðardóttir frá Efra-
Seli í Landsveit. Margrét flutti að Sandhólaferju eftir lát Halldórs, með 5 börnum
þeirra og fékk til sín ráðsmann Sigurð Jósepsson frá Ásmundarstöðum, sem hún
síðar giftist. Börn Margrétar og Halldórs voru: Elías, Guðmundur, Guðrún,
-118-