Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 121
Goðasteinn 2003
Margrét og Ingvar. Guðmundur lést 2. mars 1946. Anna Jóhanna Sumarliðadóttir,
fædd 16. september 1900 í Kollsvík í Rauðasandshreppi í Barðastrandasýslu en
ólst upp í Keflavík í sama hreppi, þar sem foreldrar hennar bjuggu, sem voru
Sumarliði Bjarnason og Guðrún Ingimundardóttir. Börn þeirra voru: Ingimundur
Þorgeir, sem lést ungur maður, Anna Jóhanna, Daníel, Olafía og Jón Astvaldur.
Anna lést 5. júlí 1997. Þau bjuggu á Ferju - eins og sagt var í daglegu tali - með
börnum sínum sem voru:
1.2 Börn þeirra hjóna
1. Ingimundur Þorgeir fæddur 4. mars 1924, lengst af starfsæfinni togarasjó-
maður og starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Lést af slysförum 4. ágúst 1976. Maki:
Jóhanna Gunnarsdóttir. Sonur þeirra er Flosi, um þessar mundir búsettur í
Danmörku. Áður átti hann dóttur, Herdísi Rögnu, sem á tvær dætur og 2 dóttur-
börn. Flosi á tvö börn.
2. Margrét Halldóra, fædd 22. nóvember 1925. Hefur stundað verslunarstörf í
um 45 ár. Ógift og barnlaus.
3. Gunnar, fæddur 1. janúar 1927. Vélsmiður og framhaldsskólakennari.
Starfaði í málmiðnaði 1947-1974. Kennari í málmiðnaðardeild Iðnskólans í
Hafnarfirði 1974 til ársloka 1997. Maki Soffía Bryndís Stefánsdóttir fædd 9. maí
1930 í Hafnarfirði. Börn, barnabörn og barnabarnabörn: Guðmundur f. 11. mars
1951. Rafiðnfræðingur frá Tækniskóla íslands. Fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun
um 20 ár, en er nú framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Stiklu ehf. Maki
Guðrún Jónasdóttir frá Selfossi. Móðir Jónasar var Guðrún Jónasdóttir frá
Reynifelli, systir Helga Jónassonar læknis á Stórólfshvoli. Börn og barnabörn
Guðmundar og Guðrúnar: Þóra hjúkrunarfræðingur á Landspítala í Fossvogi.
Maki Gunnar Friðriksson lögfræðingur. Þau eiga tvær dætur, Helenu og Agnesi 5
og 3ja ára. Gunnar flugmaður og flugkennari auk þess nemandi í landafræði í
Háskóla íslands. Maki, Harpa Lind Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðinemi. Þau eiga
eina dóttur, Tinnu á fyrsta ári. Brynja grunnskólanemi. Þórunn sjúkraliði, fædd
11. ágúst 1953. Maki Kristinn Ágústsson, Sigurþórssonar frá Strönd á Rangár-
völlum. Dætur þeirra eru Dagný og Snædís, 10 og 8 ára. Áður átti Þórunn son,
Viðar Þór Viðarsson, hann á einn son. Daníel, jarðvinnsluverktaki, fæddur 18.
febrúar 1956. Ókvæntur og barnlaus. Gunnar Leifur, fæddur 22. apríll928, loft-
skeytamaður og loftsiglingafræðingur. Starfaði hjá Loftleiðum, sem loftsiglinga-
fræðingur í 15 - 20 ár. Maki Valgerður Gunnars loftskeytamaður, látin. Þau voru
barnlaus.
4. Guðrún Lilja, fædd 1. júlí 1929. Starfaði um 20 ár á Kópavogshæli. Maki
Stefán Stefánsson bifreiðastjóri, bróðir Bryndísar konu Gunnars. Börn þeirra eru
Stefán, Anna Guðmunda, þá Valsteinn, kona hans er Auðbjörg Sigurðardóttir
Þorsteinssonar frá Rifshalakoti - Lára, Ingvar og Þórunn. Þau eiga 16 barnabörn
og 2 barnabarnabörn.
-119-