Goðasteinn - 01.09.2003, Page 122
Goðasteinn 2003
íbúðarhús og fjölskyldufólk á Sandhólaferju.
5. Sigurður Grétar, f. 14. október 1934 pípulagningarmeistari. Hefur alla sína
starfsæfi unnið við pípulagnir. Var um nokkurt skeið í bæjarstjórn Kópavogs.
Maki Helga Garðarsdóttir, starfar við blómaskreytingar í Blómavali. Börn þeirra
eru: Kolbrún, Hörður, Fjalar, Sváfnir og Erpur. Barnabörn þeirra eru sex.
6. Olafur, fæddur 4. júní 1941. Skólastjóri í Kópavogsskóla og áður skólastjóri
á Egilsstöðum í 14 ár. Maki Elísabet Svavarsdóttir kennari. Börn þeirra eru: Sif,
Hlín og Freyr. Aður átti Olafur dóttur, Astu. Þar var líka til heimilis Björgvin
Jónsson, sonur Jóns Jónssonar og Ólafar Guðmundsdóttur í Ásmúla, tekinn ungur
í fóstur af Ferjuhjónunum þeim Sigurði Jósepssyni og Margréti Bárðardóttur.
Þegar hann hafði þroska til, fór hann eins og fleirí ungir menn til sjós, stundaði
sjóinn á veturna, en starfaði að búi fósturforeldra sinna vor og sumar þar til
vetrarvertíð hófst. Hélt alla tíð tryggð við Ferjuheimilið, helgaði því krafta sína,
þegar hlé var frá sjónum. Hann var áratugi á togaranum “Surprice”. Endaði sinn
sjómennskuferil þegar hann strandaði á Landeyjasandi fram af Sigluvík í Vestur-
Landeyjum þann 5. sept. 1968. Á honum voru 28 menn, sem allir björguðust. En
skipið sökk í sand á nokkrum árum. Björgvin var fæddur 18. okt. 1909 dó 5. maí
1970 - sextugur.
2. Anna á Sandhólaferju veikist
Þennan vetur gekk Anna með sitt sjöunda barn sem lifði, hún hafði misst fóstur
komið langt á leið 1925. Er leið á meðgöngutímann veiktist hún. Þá var Helgi
-120-