Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 124
Goðasteinn 2003
Leiðin lá yfir þýfða mýri að vísu ekki mjög stórþýfða, með leir og fúakeldum,
sem hlykkjuðust eins og ánamaðkar að Hrútsvatni. Um þetta leyti var vetrar-
klakinn ofarlega í mýrlendi og var því mýrin sæmileg yfirferðar. Ég held að rúmið
hafi aldrei verið lagt niður í áfanganum að Ásmúla. Ekki man ég fyrir víst hvað
margir báru í einu, hvort það voru sex eða átta, það var svo vel mennt, menn gátu
skipt þétt um og gengið lausir. Skipt þannig að einn sleppti taki í einu og annar
tók við. Þetta var því frekar léttur burður. Menn voru orðnir samstiga og taktfastir.
Létt yfir mannskapnum og mikið kapp að komast sem lengst meðan logn og sól
skein yfir okkur. Menn gerðust sveittir og eitthvað göngumóðir og fækkuðu fötum
í samræmi við það. Þegar mýrin var á enda, var farið yfir Flatholt, þurran móa
með greiðfærri leið og allt síðan þuiTara og greiðfærara. Stuttur stans var gerður á
Ásmúlatúni. Ánægjan skein úr andlitum allra yfir velheppnuðu verki og veðri.
Sumir tylltu sér á rúmstokkinn hjá Önnu sem lét hið besta af sér, brosmild, með
vor í augum og sló á létta strengi. Eflaust hefur stigið frá henni hljóð bæn til þess
sem yfir okkur vakir því ætli flest okkar leiti ekki þangað þegar syrtir að og sund
lokast. Þá finnum við smæð okkar og barnið í okkur eða barnatrú sem við
meðtókum í faðmi eða við hné, elskulegra foreldra.
2.3 Frá Ásmúla að Ási og Skollhólum
Eftir góða hvíldarstund, þegar menn voru búnir að spá í veður, vonir og
væntingar á nýbyrjuðu sumri, ræða um fénaðarhöld, heyskaparhorfur og annan
jarðargróða, snýta sér og taka í nefið, var risið upp og göngu haldið áfram norðan
við Framnes og þaðan beint heim á hlað í Ási. Þar var hún borin í hús því bíllinn
var ekki kominn. Mig minnir að komið væri að Ási um hádegisbil. Litlu seinna er
hringt frá Meiri-Tungu að sjúkrabíllinn væri kominn þangað. Þá var í snatri tekinn
hestur og riðið á móti bílnum á móts við Skollhóla, sem eru um tvo km fyrir ofan
Ás. Ásvegur var þá ekki talinn bílfær lengra. Um leið lögðu burðarmenn upp í
síðasta áfangann, sem var nú greiðfærastur, þó djúpar forarvilpur væru í veginum,
því að hann var að losna úr vetrar- og klakaböndum. Leiðin sem Anna var borin
var um sex km. Þar með lauk þessum minnisstæða og sögulega sjúkraflutningi.
Þar með var Anna kvödd, henni óskað fararheilla með von um bjarta og blessun-
arríka daga um alla framtíð. Þess má geta að þegar þessir minnispunktar eru festir
á blað eru aðeins tveir lifandi af þeim sem tóku þátt í að bera Önnu þessa leið,
skrifari þessara orða og Guðmundur Jónsson í Ásmúla. Með sjúkrabílnum komu
Daníel bróðir Önnu og Ulfar Þórðarson, þá nýútskrifaður læknir, síðar sérmennt-
aður augnlæknir. Kona Daníels, Nína Þórðardóttir, er systir Úlfars læknis.
2.4. Fæddur drengur í Reykjavík
Anna dvaldi svo í Reykjavík þar til hún eignaðist dreng þann 4. júní á heimili
-122-