Goðasteinn - 01.09.2003, Page 125
Goðasteinn 2003
móður sinnar að Snorrabraut 79. Úlfar Þórðarson tók á móti drengnum ásamt
Vilborgu Jónsdóttur ljósmóður, maður hennar var Sigurður Marteinsson, bróðir
Ragnars Marteinssonar í Meiri-Tungu. Úlfar hafði þá nýlokið læknisnámi og var
þetta fyrsta læknisverk hans. Fæðingin gekk vel og heim hélt Anna þegar hún
hafði jafnað sig, þar sem tekið var á móti nýjum fjölskyldumeðlim, fagnandi
föður og systkinahöndum, ásamt eiginkonu og móður. Drengurinn var skírður
Ólafur.
3. Merkisberi síðasta ferjumanns á Sandhólaferju
/
3.1. Olafur Guðmundsson
Ólafur átti heima á Sandhólaferju til sex ára aldurs en flutti þá ásamt systk-
inum sínum og móður suður í Kópavog. Hann dvaldi þó tíðum á sumrum á Sand-
hólaferju hjá frænda sínum, Ingvari, eða allt til 15 ára aldurs. Ólafur lauk skyl-
dunámi í Kópavogsskóla og síðan landsprófi frá Gagnfræðaskólanum við
Vonarstræti í Reykjavík. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskóla Islands vorið
1961. Á árunum 1961-68 kenndi hann við Kópavogsskóla og Gagnfræðaskóla
Kópavogs en gegndi störfum barnaverndarfulltrúa Kópavogskaupstaðar á árunum
1968-72. Þá gerðist hann skólastjóri Egilsstaðaskóla á Héraði og gegndi því starfi
um 14 ára skeið. Þá fluttist hann aftur suður í Kópavog og starfaði um tíma í
menntamálaráðuneytinu og á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, en hefur verið skóla-
stjóri Kópavogsskóla frá árinu 1990.
Ólafur hefur víða leitað sér endur- og
framhaldsmenntunar, m.a. stundaði
hann nám sumarlangt í Þýskalandi
1965. í Þrándheimi á haustmisseri 1965
og nám í upplýsinga- og bókasafns-
fræðum við Háskóla íslands 1969-87.
Hann lauk stjórnunarnámi við
Kennaraháskóla íslands 1994, diploma-
námi í kennslu og uppeldisfræðum 1996
og vinnur nú að ritgerð til lúkningar
meistaragráðu í þeim fræðum. Ólafur
hefur setið í fjölda stjómskipaðra nefnda
og látið félagsmál til sín taka, m.a. setið
í sambandsstjórn norrænu félaganna á
Islandi og í stjórn Skólastjórafélags
Islands. Hann var fréttaritari Morgun-
blaðsins á Egilsstöðum 1980-86.
má.
Ólcifiir Guðmundsson
-123-