Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 126
Goðasteinn 2003
Hreppstjóri Egilsstaðahrepps 1978-86 og kjörstjóri þar á sama tíma. Á árunum
1965-70 starfaði hann sem dagskrágerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og var m.a.
umsjónarmaður „bamatíma“ útvarpsins.
Ólafur kvæntist 1973 Elísabetu Svavarsdóttur, kennara, og eiga þau þrjú börn:
Sif bankastarfsmaður, í sambýli við Bjarna Ólason, rafmagnsverkfræðing; Hlín,
háskólanemi í sambýli við Birgi Halldórsson, garðyrkjumann og Freyr nemandi í
Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hjónaband átti Ólafur dótturina Ástu Sig-
hvats, leikkonu, starfandi og búsetta í London, í sambýli við Arngeir Hauksson,
tónlistarmann.
3.2. Bar nafn síðasta ferjumanns í Sandhólaferju
Ólafur var skírður eftir Ólafi Guðmundssyni, síðasta ferjumanni á Sandhóla-
ferju. Eins og sagan greinir frá var Sandhólaferja í þjóðleið frá landnámstíð því að
ferðalög og flutningar um Suðurland allt austur í Skaftafellssýslu fóru yfir Þjórsá
á Sandhólaferju eða þar til að brúin kom á Þjórsá fyrir 106 árum. Elstu heimildir
um flutning á þessum stað eru í Landnámu.
Þeir Steinn hinn snjalli ok Sigmundr son Sighvats rauðs fóru utan af
Eyrum og komu til Sandhólaferju allir senn. Sigmundr og förunautar
hans og Steinn, ok vildu hvorir fyrr fara yfir ána, þeir Sigmundr
skoruðu húskörlum Steins og ráku þá frá skipinu. Þá kom að Steinn
og hjó Sigmundr banahögg. Um víg þetta urðu Baugssynir allir sekir
úr Hlíðinni.
3.3. Flutningar yfir Þjórsá hjá Sandhólaferju.
Greinargóðar heimildir um flutning yfir Þjórsá hjá Sandhólaferju og kaup-
staðaferðir Sunnlendinga, er að finna í ritgerð eftir Guðjón Inga Hauksson (Guð-
jónssonar, Jónssonar bónda í Ási 1909 - 1954) í „Sögu“ - tímariti Sögufélagsins
frá 1983. Þar segir meðal annars:
Til flutningsins voru höfð tvö skip - bar annað þeirra 11 hestburði,
hitt 15 hestburði (1.500 kg). Ennfremur einn minni bátur til smærri
snúninga. Vor og haust var umferðin mest, þá var hún oft óslitin allan
daginn, sérstaklega um lestirnar, seinnihluta júní og allan júlímánuð,
þegar sveitabændur fóru með ull sína (sem þá var aðalkaupeyrir
þeirra) og aðrar búsafurðir í kaupstaðinn. Skaftfellingar voru alltaf í
stórum hópum.
-124-