Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 127
Goðasteinn 2003
Um lestirnar voru alltaf 5 valdir karlmenn við ferjuna. Þeir unnu
oft hvíldarlaust frá kl. 6 að morgni og fram um sólsetur. ...
Þeir voru alltaf meira og minna votir og hraktir, því að vestan-
megin árinnar voru eyrar og álar, sem sífellt breyttu sér. Það þurfti því
að halda í skipin í vatni, meðan verið var að ferma þau og afferma og
farangurinn varð að bera og vaða álinn milli skips og eyrarinnar. ...
Stundum kom það fyrir, þegar margir biðu ferjunnar að sagan um
Snjallstein og Sigmund endurtæki sig, þótt ekki yrðu við það bana-
högg. Menn stjökuðust á og ruddust fram til að komast fyrstir yfir
ána. Lenti þá í orðasennu, var þá sótt og varist með vopnum mælsk-
unnar og stóryrðanna. ...
Lítið græddu yfirgangsseggir á þessu framferði sínu. Ferjumenn
voru vanir að líta vel í kringum sig og taka eftir í hvaða röð menn
komu að ánni.
/
3.4. Olafur ferjumaður
Ólafur var stór maður - var í daglegu tali kallaður „Óli stóri“ eða „Óli ferju-
maður“, þrekinn, beinvaxinn, bjartur yfirlitum, trygglyndur og barngóður. Talaði
vel um fólk, oft orðtæki hjá honum, í þessu efni að þetta væri „útmerkt fólk“,
maður eða kona. Hans sonur var Kjartan forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði faðir
Magnúsar Kjartanssonar, alþingismanns og ráðherra.
Ólafur kom öðru hvoru á heimili foreldra minna, vegna kunningsskapar sem
hafði myndast og haldist. Leið hans lá þá yfirleitt að Hellatúni, því að þar var
Ingibjörg systir hans vinnuhjú um tugi ára. Hún var þar með Margréti dóttur sína,
sem hún átti með húsbóndanum fyrir hjónaband.
Ólafur er mér ljóslifandi í mínum æskuminningum. Hann rétti mér alltaf þegar
hann var á ferð, nokkra smápeninga, sem þótti mikill sjóður þá og fylgdi með
brjóstsykur eða annað gotterí. Hann var síðast á ferð á þorra 1935.
Mér eru minnisstæðar sumar sögurnar frá ferjustarfinu. Það var ekki alltaf
dans á rósum, eins og áður er getið. Það kom þá stundum fyrir að beita þurfti
handalögmáli að hrista til einhverja oflátunga og jafnvel sýna þeim hnefa. Hann
minntist líka á að það hefði stundum verið erfitt og viðkvæmt mál að innheimta
ferjutoll þegar fátæklingar áttu í hlut.
3.5. Ferjutollur
Ferjutollur á Sandhólaferju á síðustu öld var: Fyrir gangandi mann - fiskur -
12-15 aurar. Lausríðandi 1 fiskur 25 aurar og eins 1 fiskur fyrir hvern klyfjahest
og eins að þeir menn sem með þá voru, af sama heimili fengu frían flutning, ef
-125-