Goðasteinn - 01.09.2003, Page 129
Goðasteinn 2003
En það merkilega skeður að bærinn á Sandhólaferju brann til kaldra kola 20.
des. 1972 vegna eldingar sem sló niður í símann. Munaði litlu að bærinn í Asmúla
brynni líka, þar eyðilagðist síminn og kveikti um leið í bænum, en þar náðist að
slökkva eldinn af því að maður var inni. Að Ásmúla eru um þrír km. Fullorðin
kona sagði þegar hún vissi hvað gerðist við Hamarinn um vorið „Það hefur eitt-
hvað verið hreyft í Hamrinum“.
3.9. Flutningur á Ferju eftir að Þjórsárbrú var byggð
Nokkuð eftir að brúin kom á Þjórsá, hélst það um árabil, að samskipti fólks í
lágsveitunum fóru fram á flutningi á Ferju því að lengi áttu Ferjubændur bát og
voru mönnum hjálplegir að flytja þá yfir. Stundum fengu menn bátinn lánaðan,
meðan þeir luku erindum sínum. Um sumarið 1936 vissi ég þess dæmi að
rangæskur æskumaður austan úr sýslu fékk bátinn lánaðan yfir helgi um háslátt-
inn að hitta elskuna sína á flatlendinu í Flóanum.
Upp úr þessu fór þessi ferðamáti að líða undir lok. Ferjubóndi fór að eldast,
vinnuþrek að þrjóta, báturinn að gisna, fúnaði að síðustu niður í grasivaxinni
vörinni á gamla ferjustaðnum frá Hamrinum.
4. Þjórsártún - fjölsóttur áningarstaður - vagga
félagslegra samtaka á Suðurlandi
/ /
4.1 .Olafur Isleifsson læknir í Þjórsártúni.
Á þessum 60 árum sem liðin eru frá að þessi frásögn gerðist hefur orðið mikil
breyting á heilsugæslu og læknisþjónustu. Þá var einn læknir í Rangárvallasýslu,
sat hann á Stórólfshvoli. Nú eru starfandi þrír læknar staðsettir á Hellu og Hvols-
velli. Þegar ég var að ganga mín fyrstu spor og skynja tilveru lífsins, laust fyrir og
um 1930, var það heilmikið fyrirtæki að ná í lækni. Eflaust hefur það komið fyrir
að læknishjálp hafi komið of seint.
1898 byggðu ung og bjartsýn hjón nýbýlið Þjórsártún. Þau Olafur Isleifsson og
Guðríður Eiríksdóttir. Olafur var læknismenntaður, starfaði að lækningum í vest-
urhluta Rangárvallasýslu og austurhluta Árnessýslu. Hann stundaði læknisstörf
fram yfir 1930, upp úr því fór hann að missa sjón, þar með var bundinn endi á
læknisverk hans.
-127-