Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 131
Goðasteinn 2003
4.3. Móttaka ferðamanna
Kreppuárin fyrir um 1930 komu illa við verslunina í Þjórsártúni, þegar verðfall
og atvinnuleysi lamaði allt atvinnulíf. Upp úr því lagðist verslunin af. Menn hættu
að taka svo til orða í mínu ungdæmi „að skreppa upp að eða út að brú í verslun“.
Ur Ashverfi var um 3ja tíma lestargangur að Þjórsártúni.
Arið 1930 var Kaupfélag Rangæinga stofnað að Rauðalæk, upp úr því fóru
viðskiptamenn Þjórsártúnsverslunarinnar með sín viðskipti að Rauðalæk.
Samskipti við ferðamenn lentu mikið á herðum Guðríðar, sem bauð í bæinn
með hlýju og notalegu handtaki. Hún var sviphrein, góðleg og myndarleg kona,
hagsýn húsmóðir sem oft þurfti á stjórnsemi og skipulagshæfileikum að halda
sem mótaðist af tryggð við sveitina og rækt við fornar dyggðir. Það var að mörgu
að hyggja, þegar marga gesti bar að garði samtímis, við ýmsar aðstæður í válynd-
um veðrum, misjafnlega búnir til þess að takast á við náttúruöflin.
Það vitnaði um vinsældir þessara hjóna að á sýslunefndarfundi Rangárvalla-
sýslu 1919 kom beiðni frá hreppsnefndum Land-, Holta-, Ása-, Rangárvalla-,
Hvol- og Fljótshlíðarhreppa „til Alþingis að það veitti Ólafi ísleifssyni lækni í
Þjórsártúni árleg laun, að minnsta kosti 1.500 kr.“ Sýslunefnd tók einhuga undir
þetta, minnti á hvað Ólafur hefði gert mikið gagn með lækningum sínum í Árnes-
og Rangárvallasýslu.
Hvað endanlega afgreiðslu þetta fékk, veit ég ekki, en nýverið sagði mér aldr-
aður maður tengdur þessu fólki og nákunnugur, að ríkið muni ekki hafa treyst sér
til að verða við þessari ósk Rangæinga.
Eins og áður er drepið á var það talsvert mál að ná í lækni í Áshverfið áður en
síminn kom að Ási 1930. Varð að fara að Meiri-Tungu 6-7 km leið til að komast í
síma til þess að ná sambandi við lækni. Að Meiri-Tungu kom landsímastöð 1919.
Þegar Ólafs læknis í Þjórsártúni var vitjað, var oft farið á hestum að Þjórsártúni
upp á von og óvon að hann væri heima. Þótti stundum Iöng biðin að hann kæmi
heim. Það hefur verið lýjandi að vera læknir erfið ferðalög, hvíldar- og svefntími
oftlítill.
5. Líf í læknis hendi
5.1. Læknisferðir og flýtiverk
Um 1930 var aðeins um að ræða að sækja lækninn sem sat á Stórólfshvoli. Þá
komst hann oftast með bíl út á Landvegamót, kannski skotið að Meiri-Tungu
þegar vegur náði þangað. Þá beið þar maður með hesta til þess að koma læknin-
um á áfangastað. í mörgum tilfellum á þessu tímabili mun það hafa verið Guðjón
-129-