Goðasteinn - 01.09.2003, Page 132
Goðasteinn 2003
í Ási sem fór þessar ferðir fyrir nágranna sína. Hann var duglegur, greiðvikinn og
gætinn ferðamaður. Átti trausta og góða hesta og góðan búnað til ferðalaga á
þeirra tíma vísu. Venja var ef læknir var sóttur í hverfið að láta vita á bæina í
kring því að fólk notaði oft tækifærið að hitta lækninn ef hann var á ferð á ná-
grannabæ.
Voru þar oft smærri læknisverk framkvæmd í flýti við ófullkomnar aðstæður.
Þess vissi ég dæmi að læknir var um það bil að stíga á bak hesti sínum og ríða úr
hlaði því að sjúkravitjun beið á öðrum bæ nokkuð langt frá, þegar maður með
skemmda tönn birtist allt í einu á hlaðinu. Læknirinn sleppti hendi af taumi
hestsins, fór ofan í tösku sína, dró upp töng, setti manninn á tunnubotn eða
töðumeis og kippti út tönninni án deyfingar sem varla þekktist í þá daga við slíka
athöfn. Þeysti síðan úr hlaði eins og hesturinn dró.
5.2. Lyfjasendingar
Margir sem á lyfjum þurftu að halda komu með gömlu dropa- og mixtúruglös-
in til áframhaldandi áfyllingar, ásamt öðrum lyfjaumbúðum. Þetta afgreiddi lækn-
irinn þegar heim kom. Sendi síðan til baka þegar ferð féll. Það kom yfirleitt í hlut
kaupfélags- og mjólkurbílstjóranna að skila þessum sendingum í verslanir eða
brúsapalla á leiðinni ásamt þeim varningi sem mjólkur- og kaupfélagsbflar fluttu.
Þessi stétt manna var mikill tengiliður fyrir fólkið og umhverfið áður en bfllinn
varð almenningseign. Þeir keyptu og útveguðu allskyns varning: Tölur, tvist og
hýjalín fyrir húsmæður, tískuvörur fyrir táninga, amboð, sáðvörur og söngvatn
fyrir bóndann. Þetta voru heimilisvinir á hverjum bæ um hinar dreifðu byggðir.
I bráðatilfellum núna getur læknir og sjúkrabfll staðsettur í miðju héraði verið
kominn á sýslumörk eftir hálftíma.
Á þorra 2001
Guðbjörn Jónsson
(Grein þessi birtist í Goðasteini í fyrra, en vegna mistaka í vinnslu er hún hér endurbirt,
ásamt afsökunarbeiðni til hlutaðeigandi. - Ritnefnd.)
-130-