Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 137
Goðasteinn 2003
Dr. Guðrún Nordal, Árnastofnun
Snorri Sturluson og skólanám
á miðöldum
1
Þegar Snorra Sturlusonar er minnst einmitt hér á ímynduðu hlaðinu í Odda
grípur mann áköf löngun til að skyggnast um í tíma hans þó ekki væri nema í
einni svipan.111 ímynda sér hvernig var umhorfs þar árið 1181 þegar þriggja vetra
snáðinn var skilinn frá móður sinni og systkinum og reiddur suður um heiðar
heim að hinu sunnlenska höfðingjasetri. Hverjir stóðu þar í dyrum og tóku hann
ofan hestinum? Væri ekki gaman að ganga á eftir honum inn híbýli fóstra hans,
Jóns Loftssonar, og forvitnast um hvað hann nam við fótskör hans og annarra
fróðra manna í hinum fræga Oddaskóla? Fylgjast með tali og leik Snorra og fóst-
bróður hans, Sæmundar Jónssonar. Svipast um meðal húsfólksins og leita uppi
skáld og fræðimenn, líta inn í verkstæðið þar sem bækurnar sem raktar hafa verið
með líkum til Oddaverja urðu til. Skoða andlitin, rýna ofan í keröldin og finna
lyktina.
Hin átta árhundruð sem liðin eru frá því að Hvamm-Sturla lét yngsta son sinn í
hendur Jóni bónda, reisa háar girðingar milli okkar og tólftu aldar, jafnvel þó að
höfðinginn og ungu strákarnir í Odda virðist svo nálægir að við getum enn deilt
um örlög þeirra og haft skoðanir á athöfnum þeirra. Okkur er t.d. ofarlega í huga
sú spurning hvað Snorri hafi í raun lært í Odda? Hvað var kennt í hinum gamla
skóla feðganna Sæmundar Sigfússonar og Eyjólfs, sonar hans? Snom ólst upp á
sania stað og sá Oddaverji sem menntaðastur varð samtímamanna sinna, Páll
sonur Jóns, er síðar varð biskup í Skálholti. Páll fór úr Odda í skóla á Englandi,
rétt eins og Þorlákur Þórhallsson, móðurbróðir hans, hafði gert á undan honum.
Fékk Snorri ekki sömu undirstöðumenntun og þeir? Lærði hann að yrkja í þessum
sama skóla? Því varla varð hann fyrst skáld eftir að hann sneri aftur á heima-
slóðir? En því spyr ég um kveðskap? Jú, því kveðskapur og einkum dróttkvæði
verða alltaf fyrir okkur þegar við hugsum um menntun íslenskra miðaldamanna,
hvort sem þeir fylltu stétt klerka eða veraldlegra höfðingja. Margt hefur verið
ritað um menntun Snorra Sturlusonar,|2] en í þessu stutta skrifi verða dróttkvæðin
okkur leiðarhnoða að skólanámi Snomi Sturlusonar og lærdómi. Öll verk hans
hverfast með einum eða öðrum hætti um skáldskap. Snorra Edda, Heimskringla,
-135-