Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 139
Goðasteinn 2003
að ráða má af Fyrstu málfræðirit-
gerðinni, elsta fræðilega ritverkinu
sem varðveitt er, að íslenskir fræði-
menn hafi strax á tólftu öld leitað í
smiðju sinna eigin klassísku skálda
til að skýra stafsetningu, hljóðfræði,
málskrúð og stflbrögð. Um leið varð
nauðsynlegt að rita fræðibækur á
íslenska tungu í stað þess að notast
við heimsmálið latínuna.
Fyrsta málfræðiritgerðin er eitt
höfuðverka íslenskrar bókmenningar.
Hún er rituð á tímabilinu 1125-75 og
sýnir vel lærdóm og frumleika höf-
undar síns.[61 Höfundurinn er ókunn-
ur, en af sumum talinn Oddaverji. í
ritgerðinni vitnar hann tvisvar í drótt-
kvæðar hendingar til stuðnings stór-
merkri greinargerð sinni fyrir ritun
íslensks máls. Hendingarnar eru úr
vísum eftir Óttar svarta, skáld Ólafs
helga, og Þjóðólf Arnórsson, er orti
fyrir Harald harðráða sem féll við
Stamford Bridge á England árið
1066. Ein tilvitnun er í latneskt rit, skólabókina Disticha eftir Cato, sem þýdd var
sem kvæðið Hugsvinnsmál á íslenska tungu. Höfundur ritgerðarinnar lítur því til
tveggja átta í viðleitni sinni til að skýra nauðsyn samræmds ritháttar á íslensku
máli, til munnlegrar kvæðahefðar á íslensku og til ritaðrar kennslubókar á latínu.171
Tengingin er áreynslulaus, en þó djúphugul. íslensk skáld tóku sér þannig
virðingarsæti við hlið klassískra latneskra höfunda í evrópskum lærdómi.
Svo virðist sem íslenskir fræðimenn hafi snemma gert sér ljóst að dróttkvæða-
dæmi hentuðu einkar vel í kennslugreininni grammatica, þessari undirstöðugrein í
skólum miðalda: hendingar skýrðu hljóðfræði og stafsetningu, og kenningar mál-
skrúðið. Kvæðin áttu ennfremur rætur í goðsögulegri fornöld, eins og verk hinna
latnesku heiðnu skálda. Engin grein íslenskra bókmennta, önnur en dróttkvæðin,
hentaði til þessa hlutverks og þar með var þeim tryggt endurnýjað líf í þrjár aldir
enn. Fullkomnasta kennslubókin á íslensku í greininni var rituð á þrettándu öld,
Þriðja málfræðiritgerðin eftir Ólaf Þórðarson, bróðurson Snorra, þar sem grein er
gerð fyrir stafsetningu, hljóðfræði og málskrúðsfræði. Ólafur vitnar í íslensk
Snorri Sturluson. Teikning afstyttu eftir
Gustav Vigeland sem Norðmenn gáfu til
Reykholts í Borgarfirði.
-137