Goðasteinn - 01.09.2003, Side 141
Goðasteinn 2003
í opinberri konungasagnaritun. Ritun konungasagna má beinlínis tengja notkun
dróttkvæða í skólum. Snorri Sturluson leggur ekki aðeins mat á heimildargildi
dróttkvæðanna í sögum um norska konunga, heldur notar hann orðalag sem bend-
ir til að hann hafi skoðað vísumar út frá aðferðarfræði grammatica. Snorri segir
svo í Prologus að sérstöku sögunni um Olaf helga:
Þau orð, er í kveðskap standa, eru in sömu sem í fyrstu váru, ef rétt er
kveðit, þótt hverr maðr hafi síðan numit at öðrum, ok má því ekki
breyta.1101
Þessi skoðun er síðan endurtekin í formálanum að Heimskringlu:
En kvæðin þykkja mér sízt ór stað færð, ef þau eru rétt kveðin ok
skynsamliga upp tekin.1"1
Elstu dróttkvæðin sem Snorri notar sem heimildir voru ort í bóklausum heimi
og varðveittust í munnlegri geymd og því var nauðsynlegt að hægt væri að treysta
að þau væru „skynsamliga upp tekin“ í rituðum textum. Að öðrum kosti yrði heim-
ildagildi þeirra véfengt. Ekki er laust við að röksemdafærsla Snorra fari aðeins í
hring; því að þó að hendingar væru rétt upp teknar í hinu latneska stafrófi var ekki
þar með sagt að þær væru rétt hafðar eftir tíundu aldar skáldi. Fyrsti
málfræðingurinn gerði sér grein fyrir þessari þversögn og vitnar í vísubrot Ottars
svarta til að sýna fram á að gamlar orðmyndir sanni aldur vísunnar. Með þessum
hætti var undirstöðu skotið undir áreiðanleika skáldskaparins. Orð sem læst höfðu
verið í flókið kerfi hendinga og stuðla á elleftu öld fundu sér stafróf við hæfi, þrátt
fyrir að orðmyndirnar væru framandi á tólftu öld, og því voru þau sannanlega verk
skáldsins Ottars svarta en ekki fölsuð af yngra skáldi. Þannig má segja að þekking í
grammatica og notkun dróttkvæða við kennslu í greininni í íslenskum skólum hafi
verið ein forsenda þess að taka dróttkvæði alvarlega sem heimildir í konungasag-
naritun á þrettándu öld. Þetta samhengi milli formlegs lærdóms í skólum, drót-
tkvæðaiðkunar og konungasagnaritunar er mikilvægt til skilnings á upphafi íslen-
skrar sagnaritunar, hvort sem hún er í bundnu eða óbundnu máli. Heimildir okkar
um tólftu öld leyfa okkur ekki að draga víðtækar ályktanir um hvort dróttkvæði hafi
verið notuð í kennslu í grammatica, eins og varð á þrettándu öld.
3
Snorri Sturluson var fæddur yfirstéttarmaður. Faðir hans var nýríkur höfðingi,
en móðir hans af fornum skáldaættum, tengd Einari Skúlasyni einu höfuðskáldi
tólftu aldar og Agli Skalla-Grímssyni. Þeir tveir voru í miklu uppáhaldi hjá
-139-