Goðasteinn - 01.09.2003, Side 144
Goðasteinn 2003
Þangað kom hann þriggja vetra, og sneri heim sautján árum síðar. Hann var nítján
vetra þegar fóstri hans Jón Loftsson deyr úr elli árið 1197. I síðasta lagi þá varð
kvæði Jóns til. Noregskonungatal er mælt fram „með skilum", eins og sagt er
með öryggi í fyrsta erindi; frásögnin á að vera áreiðanleg. Sérhver konungur í
Noregi er nefndur til sögunnar. Sex lykilatriði marka konungaævina: nafn, lýsing,
erfðaréttur til ríkis, vetralengd ríkis hans, dauðdagi og legustaður. Fyrstur er
nefndur til sögu Hálfdan svarti, faðir Haralds hárfagra, en sá síðasti Sverrir Sig-
urðarson er ríkir enn á dögum skáldsins; krónólógían samsvarar frásögn Fagur-
skinnu og Heimskringlu Snorra í einu og öllu. Noregskonungatal er merkilegast
fyrir þær sakir að það er fyrsta varðveitta tilraunin til að rita Noregskonunga-
ævi.1 2 3 4 5'51 Skáldið segist byggja frásögn sína af tíu fyrstu konungunum, eða til og
með Magnúsi góða, á konungaævi Sæmundar fróða (40. er.). Það verk er glatað."61
Þar verða skil í kvæðinu. I síðari hlutanum virðist skáldið vera eigin herra, enda
er í raun um samtíðarsögu að ræða, og lopinn er teygður meira en fyrr. Noregs-
konungatal er aðeins varðveitt í Flateyjarbók, fleygað á milli Orkneyinga sögu og
klausu úr sögu Adams frá Brimum, áður en saga Sverris konungs er rituð. Kvæð-
ið er því nokkurs konar yfirlitskvæði í handritinu; verk sem sameinar hinar
klassísku menntir, kveðskap, ættartölur og konungaævi með einstaklega einföld-
um hætti. Það mætti kalla það ör-Heimskringlu, eða frum-Heimskringlu. Því
vaknar enn á ný gamla spurningin sem Eugen Mogk bar upp: Er Noregskonunga-
tal kannski æskuverk Snorra?"71 Hirðkvæði hans til meistara síns og fóstra? Fyrsta
tilhlaupið að ritun konungasögu? Hver annar kemur til álita af samtímamönnum
hans í Odda? Svarið verður aldrei vitað, en hinu er ekki að neita að freistandi væri
að líta á það sem skólaæfingu Snorra úr Oddaskóla.
[1] Þessi grein er byggð á erindi sem flutt var á 10 ára afmæli Oddafélagsins, 17. febrúar
2001.
[2] Sjá t.d. grein Anthony Faulkes, ‘The Sources of Skáldskaparmál: Snorri’s intellectual
background’. Snorri Sturluson. Kolloquium anla_lich der 750. Wiederkehr seines
Todestages. Ritstj. Alois Wolf. (ScriptOralia 51).Gúnter Narr Verlag. Túbingen 1993,
59-76.
[3] Ég fjalla ítarlega um þetta efni í bók minni Tools of Literacy: The Role of Skaldic
Verse in Icelandic Textual Culture of the 12th and 13th Centuries. University of
Toronto Press. Toronto, Buffalo, London 2001. Þar má finna frekari tilvísanir í aðrar
heimildir.
[4] Sjá gagnlegt yfirlit um elstu skóla á Islandi hjá Sverri Tómassyni. Formálar íslenskra
sagnaritara á miðöldum. Stofnun Arna Magnússonar. Reykjavík 1988. Einnig er þar
góð umræða um heimildarýni höfunda elstu konungasagna.
[5] Sjá nánar um spor Ovídíusar í íslenskum bókmenntum í grein Sigurðar Péturssonar.
-142-