Goðasteinn - 01.09.2003, Page 149
Goðasteinn 2003
Annálar 2002
Hagi í Holtum
vakti hér heima í héraði var að samstilla okkur og okkar skipulag við/eða inn á skipurit
almannavarna sýslunnar.
Sífellt er unnið að lagfæringum og endurbótum á kirkjum prófastsdæmisins svo og
kirkjugörðum og umhverfi kirkna. Eru miklar framkvæmdir í gangi og sýna nánast allir
kirkju og/eða kirkjugarðreikningar síðastliðinna ára einhverjar framkvæmdir. Það er vel
og þannig heldur starfið áfram, bæði hið ytra og innra og búið er í haginn fyrir starfsemi
kirkjunnar. Ný safnaðarhús voru vígð við Hagakirkju í Holtum þann 16. júní '02 og við
Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð þann 1. des. '02 og eins er í smíðum nýtt safnaðar-
heimili við Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. Þá voru miklar endurbætur gerðar á Ár-
bæjarkirkju í Holtum. Við Oddakirkju hafa farið fram miklar lagfæringar á nánasta um-
hverfi og aðkomu að kirkjugarðinum, stéttlagt og raflýst meðfram henni auk þess sem
nýtt sáluhlið var sett upp og reistur minningarsteinn um þá sem hvíla fjarri grafreitnum.
Framkvæmdum fer senn að ljúka við nýja kirkjugarðinn fyrir Stórólfshvolssókn en
legstæði í fyrri hluta garðsins verða á bilinu 130 - 150.
Ný kapella við dvalarheimilið Fund var vígð við hátíðlega athöfn í upphafi aðventu
2002. Vígslubiskup sr. Sigurður Sigurðarson í Skálholti vígði kapelluna og prédikaði við
það tækifæri en sóknarprestur sr. Sigurður Jónsson í Odda þjónaði fyrir altari, og
sameiginlegur kór Odda- og Þykkvabæjarkirkna söng. Að vígslu lokinni var boðið til
höfðinglegrar veislu að hætti heimilis- og starfsfólksins á Fundi. Með tilkomu þessarar
nýju og glæsilegu kapellu skapast aðstaða til helgihalds heimilisfólksins sem og kistu-
lagninga fyrir alla sýsluna. Héraðssjóður prófastdæmisins styður við hin ýmsu kirkjulegu
verkefni á vegum kirkjunnar í prófastdæminu og má þar m.a. nefna stuðning við
kirkjukóra og önnur tónlistarverkefni sem fólk hér í sýslu hefur komið að og staðið fyrir.
Sjóðurinn er að sönnu ekki stór og ekki miklar fjárhæðir sem um hann renna, né í hann.
Og því er það í raun ótrúlegt hve hann nær að halda utanum þó fjölbreytt starf, og getum
við vel verið stolt af því. Af því fé sem hann hefur til ráðstöfunar árlega, getur prófasts-
dæmið staðið fyrir fermingarbarnamóti, hátíð eldri borgara, útgáfu kirkjublaðs, haldið
sómasamlegan héraðsfund, og að jafnaði eitt námskeið á ári, og alltaf styrkt einhver
málefni sem tengjast kirkjulegu starfi í héraðinu.
Hér lýk ég yfirferð minni yfir starf prófastsdæmisins þó margt sé eflaust enn ónefnt en
þakka samstarf og samfélag við lærða og leika og þakka góðum Guði fyrir þá náð sem
hann hefur gefið okkur og megi hans blessun fygja okkur í starfi í bráð og lengd.
Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur.
-147-