Goðasteinn - 01.09.2003, Page 151
Goðasteinn 2003
Annálar 2002
Frá vinstri: Guöjón Bjarni
Ævarsson, Margrét Olafsdótt-
ir, Arna Lára Pétursdóttir,
Bergrún Ingólfsdóttir, Jóhanna
Hlöðversdóttir, Arndís Sigur-
jónsdóttir, Haraldur Y. Júlíus-
son og Ölvir Karlsson.
góðar gjafir á vígsludeginum sem hér með er þakkað fyrir af alhug. Fyrsta skóflustunga
þessa húss var tekin árið 2000, trésmiðjan Rangá sá um smíði þess en arkitektar voru þeir
Hjörleifur Stefánsson og Grétar Markússon. Sóknarbörn Hagakirkju lögðu á sig mikla
sjálfboðavinnu við alla þessa uppbyggingu bæði nýja safnaðarhússins, kirkjunnar og
umhverfis staðarins og er það ómetanlegt fyrir sóknarnefnd og prest að finna allan þann
hlýhug sem þau bera til kirkjunnar. Við endurbætur á kirkjugarðinum fannst afar gamall
legsteinn, frá árinu 1673, sem hefur verið hreinsaður og lagfærður eftir skemmdir sem
hann varð fyrir í jarðskálftanum sumarið 2000. Honum hefur verið fundinn staður í sal
safnarheimilisins og gefur húsinu virðulegan blæ og tengir það við fortíð og sögu
Hagastaðar.
/
Endurbætur á Arbæjarkirkju
Frá síðustu áramótum hafa staðið yfir miklar endurbætur á Arbæjarkirkju. Upphaflega
var lagt af stað með málningarvinnu innandyra og viðgerðir á því helsta sem í ljós kæmi
þegar farið væri að hreyfa við hlutunum. Kirkjan sem er byggð 1887 fellur undir
húsafriðunarlög og því var fulltrúi húsafriðunarnefndar, Magnús Skúlason, ráðgjafi um
litaval og aðra tilhögun á endurbótunum. Til að gera langa sögu stutta, þá urðu endurbæt-
urnar allar mun meiri en ráð var fyrir gert, því þegar teppi voru tekin af gólfi kom í ljós
mikill fúi bæði í gólfinu sjálfu og gólfbitunum. Þurfti því að skipta bæði um gólffjalir að
hluta til og bita sem voru grautfúnir. Leki kom í ljós í turninum svo gera þurfti ráðstafanir
til að stöðva hann og gera við turninn. Þá var skipt um allt rafmagn í kirkjunni, inntakið
lagt í jörð og settir upp nýir ofnar. Eins voru kirkjubekkirnir lagaðir svo þægilegra væri
að sitja í þeim. Kirkjan var máluð í hólf og gólf, en þó tókst ekki að ljúka við að mála
söngloftið, þar sem viðgerðir á turninum fóru fram í sumar og eins er ólokið að gera við
gluggana. Bíður það betri tíma.
I sóknarnefnd Skarðssóknar sitja Elínborg Sváfnisdóttir formaður, Hjallanesi, Margrét
Gísladóttir, Vindási og Sigríður Th. Sæmundsdóttir, Skarði. í sóknarnefnd Marteins-
tungusóknar sitja Vilborg Gísladóttir formaður, Fosshólum, Jóna Valdimarsdóttir, Raft-
holti og Ólafur Helgason, Pulu. í sóknarnefnd Hagasóknar sitja Þórdís Ingólfsdóttir for-
maður, Kambi, Guðrún Kjartansdóttir, Stúfholti og Guðni Guðmundsson, Þverlæk. í
sóknarnefnd Arbæjarkirkju sitja Þórunn Ragnarsdóttir formaður, Rauðalæk, Jóna Sveins-
dóttir, Meiri-Tungu og Valtýr Valtýsson, Meiri-Tungu. í sóknarnefnd Kálflioltskirkju sitja
Jónas Jónsson, formaður, Kálfholti, Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni II og Jón Þorsteins-
son, Syðri-Hömrum II.
Halldóra J. Þorvarðardóttir, sóknarprestur
-149-