Goðasteinn - 01.09.2003, Side 153
Goðasteinn 2003
Annálar 2002
Fermingarbörnin í Breiðabólstaðar-
prestakalli fyrir framan Alþingis-
luísið. Fremsta röð f.v.: Hafþór Helgi
Hafsteinsson, Harpa Bergþórsdóttir,
Valdís Hermannsdóttir, Olína Dröfn
Ólafsdóttir, Ingólfur Eyberg Kristj-
ánsson, Helgi Þorsteinsson, Þorgeir
Gísli Skúlason. Miðröð f.v.: Sandra
Sif Úifarsdóttir, Hlíf Hauksdóttir,
Hafsteinn Bergmann Gunnarsson,
Hreinn Olafur Ingólfsson. Aftasta
röð f.v.: Sigurður Orri Baldursson,
Bergn'm Heigadóttir, Kristrún Anna
Oskarsdóttir, Helga Guðrún Lárus-
dóttir, Sigurður Þór Þrastarson.
Framkvæmdir í kirkjugörðum
Stórólfshvolskirkjugarður. Helstu framkvæmdir eru uppbygging nýs kirkjugarðs í
landi Akurs í Hvolhreppi. Gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun á miðju ári
2002. Garðinum í kringum kirkjuna hefur verið haldið í horfi með slætti og öðrum
sumarverkum.
Breiðabólstaðarkirkjugarður. Vatns- og salernisaðstaða er komin upp í kirkjugarðinum
og tengist nýju safnaðarhúsi. Garðurinn hefur verið hirtur af Ungmennafélaginu
Þórsmörk í Fljótshlíð skv. samningi.
Hlíðarendakirkjugarður hefur verið hirtur af Daða Sigurðssyni bónda á Barkarstöðum.
Með bestu kveðju, Önundur S. Björnsson
Breiðabólstað í Fljótshlíð 861 Hvolsvöllur. Símar: 487 8010; 487 8020,
e-mail: onundur @simnet.is
Holtsprestakall
/
Ey vindarhóla-, Asólfsskála-, Stóra-Dals-, Kross- og Akureyj ar sóknir
Kirkjustarfið
Guðþjónustur, fjölskylduguðþjónustur, aðventukvöld og athafnir voru: 5+1 í Akur-
eyjarkirkju (meðaltal kirkjugesta: 45), 9+1 í Krosskirkju (75), 4 í Voðmúlastaðakapellu
(35), 8 í Stóra-Dalskirkju (71), 6+2 í Ásólfsskálakirkju (70), 7 í Eyvindarhólakirkju (39)
og 6 í Skógakirkju. Skírð voru 12 börn, fermd 16 börn, 6 hjón vígð og 9 voru jarðsettir.
Skólar og leikskólar voru heimsóttir um mánaðarlega á starfstíma þeirra, farið í heimsókn
með börnum að Kirkjuhvoli, farið sameiginlega með eldra fólki á dag aldraðra 9.5. í
Þykkvabæ, farið í heimsóknir til sjúki'a, og verið með viðtöl heima í Holti fyrir fólk í
ýmsum erfiðleikum, áfallahjálp veitt, fermingarfræðsla ofl. Sérstaklega er minnst messu-
ferðar 10. nóvenrber með kirkjukór Landeyinga að Gaulverjabæjarkirkju, þar sem messað
var og sungið með heimafólki á eftir í félagsheimilinu þar sem boðið var til veislu. Þá
-151-