Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 155
Goðasteinn 2003
Annálar 2002
Frá Akureyjarkirkju: Sóknarnefnd fékk Magnús Skúlason hjá húsfriðunarnefnd
Þjóðminjasafnsins og Gunnar St. Egilsson verkfræðing til að gera tillögur um lagfæringar
við grunn kirkjunnar, sem unnið verður eftir. Þá var unnið að málningu og viðhaldi á
tréverki unrhverfis kirkjugarðinn og minnismerki lagfærð. Frú Ágústa Ágústsdóttir gaf
kirkjunni kaleiksklæði og korpóralhús, ásamt kristslíkamadúk og munnþurku, sem hún
hafði sjálf fagurlega gert og var helgað og tekið í notkun við altarisgöngu í fermingar-
guðþjónustu á skírdag 28.3.2002. Aðalsafnaðarfundur Akureyjarsóknar var haldinn 23.
janúar 2002. Sóknarnefnd er þannig skipuð: Haraldur Júlíusson formaður, Ragnheiður
Jónsdóttir gjaldkeri og Þóra Gissurardóttir ritari. Meðhjálpari er Bjargmundur Júlíusson.
Frá Voðmúlastaðakapellu: Skipt var um glugga, og nýir ofnar settir upp. í undirbún-
ingi er að skipta urn þak kapellunnar og laga tröppurnar. Obreytt kapellunefnd frá fyrra
ári. Söngstarfið: I Holtsprestakalli eru starfandi tveir mjög góðir kirkjukórar, kirkjukór
Landeyja undir stjórn organistans Haraldar Júlíussonar og kirkjukór Eyfellinga undir
stjórn organistans Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur. Fyrir sóknarbörn í prestakallinu er
það meira en þakkarvert að eiga svo góða kóra og organista, því það heyrir næstum til
undantekninga í sveitaprestaköllum í dag. Söngæfingar kóranna kalla á gott samfélag og
vináttu, þannig að það ætti að vera öllum hvatning, sem áhuga hafa, að taka þátt í kóra-
starfinu.
Fermingarspurningar og fermingarfræðslan hófst með dagsferð fermingarbarna í
Rangárvallasýslu 15. september um sýsluna og síðan sólarhringsdvöl í Skógum við góðar
aðstæður. Síðan byrjuðu spurningarnar s.l. haust á föstudögum og eru hálfsmánaðarlega.
Sóknirnar bjóða börnunum hádegismat, en að honum loknum er tíminn frá kl 13.15 til
15.30. Fimm sinnum eða um mánaðarlega er óskað eftir að fermingarbörn korni með
foreldrum og/eða fjölskyldu til guðþjónustu til skiptis í kirkjum prestakallsins.
Halldór Gunnarsson
Oddaprestakall
Odda-, Keldna- og Þykkvabæjarsóknir
Hinn 1. desember 2002 voru íbúar Oddaprestakalls 1.041 (þar af 953 eða 92% í
Þjóðkirkjunni). Skiptist sá fjöldi þannig milli sókna að í Oddasókn voru 784 (714 í
Þjóðkirkjunni (96%)), 196 í Þykkvabæjarsókn (188 (96%)) og 61 í Keldnasókn (51
(84%)). Aldurs og kynjaskipting í prestakallinu í heild er á þessa leið: 0-6 ára 99; 7-14
ára 145; 15 ára 17; 16-18 ára 46; 19-66 ára 618; 67 ára og eldri 116. Konur eru 514 og
karlar 527.
Starfið í söfnuðunum var með næsta hefðbundnu sniði. Helgihald í föstum skorðum
og býr vel að traustu kórfólki og samvizkusömum organista, Nínu Maríu Morávek, en
undir hennar stjórn sameinuðust kirkjukórar Odda- og Þykkvabæjarkirkna á árinu, í kjöl-
far tveggja ára farsæls samstarfs.
Starf barnakóranna stóð með blóma, og fór Nína með stúlknakórinn Heklu á norrænt
kóramót, Norbusang 2002 í Esbjerg í Danmörku, en kórinn tók sér Heklunafnið einmitt í
tilefni ferðarinnar.
-153-