Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 160
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
Bjarni Jóhannsson frá Arbakka,
Lundi, Hellu
Bjarni Jóhannsson fæddist 16. september 1908 í
Reykjavík. Að honum stóðu sterkir sunnlenzkir stofnar.
Foreldrar hans, sem búsett voru syðra, voru hjónin Helga
Tómasdóttir frá Seli í Grímsnesi og Jóhann Björnsson frá
Hjallanesi á Landi. Bjarni var yngstur systkina sinna, sem
öll eru látin. Elst var sammæðra hálfsystir, Guðbjörg
Alexandersdóttir, þá Oddfríður Steinunn, Guðrún, Bjarn-
heiður, Ragna Guðrún, Tómas Oskar og Guðjón.
Fátæktin var hlutskipti margra fjölskyldna á mölinni í þá
daga, vinna stundum stopul og ekki úr miklu að spila fyrir barnmargar fjölskyldur. Svo
var háttað kjörum þeirra Helgu og Jóhanns, og afréðu þau að senda kornabamið Bjama í
fóstur austur í Landsveit, til föðurbróður hans og nafna, Bjarna Björnssonar og hjónanna
Ingiríðar Árnadóttur og Odds Jónssonar, sem öll bjuggu í Lunansholti. Þar sleit Bjarni
barnsskónum, komst til þroska við störf og leiki barna og fullorðinna, og fékk bragðið af
lindum listanna í farskólanámi, sem þjóðin skammtaði börnum sínum naumt í þá daga.
Bjarni átti svo heima hjá yngri hjónunum í Lunansholti, þeim Jóni Eiríki Oddssyni og
Guðrúnu Sæmundsdóttur, unz hann hleypti heimdraganum. Hinn 20. maí 1933 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínborgu Sigurðardóttur frá Skammbeinsstöðum, dótt-
ur hjónanna Guðríðar Þorsteinsdóttur frá Holtsmúla og Sigurðar Jakobssonar frá Neðra-
Seli. Þau hófu það sama vor búskap í Haga í Holtum, og áttu þar heima næstu 5 árin, en
fluttust 1938 að Snjallsteinshöfðahjáleigu, skjólgóðri og grösugri flutningsjörð sem þau
höfðu keypt, og nefndu síðar Árbakka. Þeim varð auðið 5 barna. Þau eru Guðríður, búsett
á Hellu, ekkja Arnþórs Ágústssonar sem lézt 2001, Jóhanna Helga dó 1941, tæpra
tveggja ára, Jóhann býr á Hellu með Kristínu Sigurðardóttur. Hann var áður kvæntur
Kristbjörgu Sigurjónsdóttur, en þau skildu. Sigrún er gift Val Haraldssyni á Hellu, og
Pálmi á heima í Mosfellsbæ. Kona hans er Ólöf Hulda Ásgrímsdóttir, en fyrri kona Ásdís
Magnúsdóttir. Þau skildu. Við lát Bjarna voru barnabörn hans 9 talsins og langafabörn
21.
Bjami og Elínborg bjuggu ekki skemur en 48 ár á Árbakka. Þau voru bæði rótgróið
sveitafólk sem kunni vel til verka og búnaðist í samræmi við það. Þau vom samhent við
störf sín og uppskáru eins og þau sáðu, og með árunum varð húsalaus hjáleigan að
arðsömu glæsibýli. Börnin uxu úr grasi og tóku virkan þátt í bústörfunum eftir því sem
árin liðu, auk þess sem fjöldi barna hafði sumardvöl á Árbakka og tengdust mörg þeirra
fjölskyldunni ævilöngum tryggðaböndum. Þá var Þorsteinn Erlendsson frá Gíslholti til
heimilis hjá Bjarna og Elínborgu nær hálfa öld, kom til þeirra að Haga og átti heima á
Árbakka til dauðadags 1967. Bærinn stóð og stendur í þjóðbraut Landmanna á leið í
kaupstað á Hellu, og þar var iðulega gestkvæmt þegar sveitungarnir áðu á þeim ferðum,
sem og endranær.
-158-