Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 161
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Bjarni var heimakær maður, iðinn og áhugasamur um bú sitt sem hann hirti um af
vandvirkni og natni. Sá verkahringur var í senn áhugamál hans og lifibrauð, og þar naut
hann sín vel, ekki sízt þegar færi gafst á að eiga við baldinn fola eða taka reyndan gæðing
til kostanna, en Bjami var afburða hestamaður. Hann var bóndi af lífi og sál, vann vel úr
sínu, kunni að bjarga sér þótt vöruskortur í landinu skæri við nögl góðan efnivið til
margra hluta, og var sjálfbjarga um flest. Hann var hlýr í viðmóti, rólyndur og jafnlyndur,
hægur og fremur hlédrægur, traustur og heiðarlegur í samskiptum og orðheldinn.
Bjami og Elínborg brugðu búi 1986 og fluttust að Hólavangi 1 á Hellu, sem þau höfðu
af fyrirhyggju sinni fest kaup á nokkru áður. Þar undu þau vel hag sínum næstu 8 árin, en
fluttust að Lundi 1994 í kjölfar þverrandi heilsu Elínborgar. Þar áttu þau góð ár í öruggu
skjóli, í næsta nágrenni við þrjú af bömum sínum og fjölskyldur þeirra.
Bjarni lést á Lundi aðfaranótt 2. febrúar 2002. Útför hans fór fram frá Oddakirkju 9.
febrúar. Hann hvílir í Árbæjarkirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Edda Björk Þorsteinsdóttir,
Heiðvangi 3, Hellu
Edda var fædd í Reykjavík hinn 28. október 1947.
Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Guðmundsdóttir
frá Tungu í Gönguskörðum og Þorsteinn Sigvaldason frá
Bersatungu í Saurbæ í Dölum vestur. Edda var næstyngst
6 barna sem þeim fæddust. Hin, sem öll lifa systur sína,
eru Herdís, Isafold, Þröstur, Guðmundur Brynjar og
Grétar Breiðfjörð.
Edda átti heima í Reykjavík til 6 ára aldurs en fluttist
þá með fjölskyldu sinni að Nauteyri við ísafjarðardjúp,
þar sem þau bjuggu næstu 7 árin, en fluttust þá að Sumarliðabæ í Holtum, og ári síðar til
Þorlákshafnar. Þar áttu foreldrar hennar heima síðan, en þau eru bæði látin.
Strax frá barnsaldri var Edda dugmikil og vinnusöm. Hún varð snemma sjálfstæð og
hafði sterka ábyrgðartilfinningu. Um leið einkenndi hana hógværð og umburðarlyndi og
ljúflyndi hennar var kunnugt öllum þeim sem kynntust henni og áttu hana að. Hún vand-
ist bústörfunum í sveitinni sem fléttuðust saman við leiki barnanna í mikilfenglegri
umgjörð vestfirzkrar náttúru. Edda sótti venjubundið barnaskólanám að Reykjanesi við
Djúp og lauk skyldunámi frá Laugalandsskóla í fyllingu tímans. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann Osk á ísafirði veturinn 1966-1967 og sótti einnig námskeið í verk-
stjórn og fiskvinnslu sem hún starfaði við um tíma.
Edda fluttist að Hellu árið 1968 þar sem hún gerðist ráðskona Kristjáns Jónssonar,
sem þá var ekkjumaður eftir Dýrfinnu Osk Andrésdóttur. Þau rugluðu brátt saman reytum
-159-