Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 162
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
sínum og áttu farsæla sambúð upp frá því, sem þau síðar innsigluðu er þau gengu í hjóna-
band 28. mars 1998. Dóttir Eddu er Gréta Björk Þorsteinsdóttir, búsett á Hellu, gift
Magnúsi Ingvarssyni. Stjúpbörn Eddu eru Andrés, kvæntur Ingveldi Pétursdóttur, Rúnar,
kvæntur Ingu Kristínu Sveinsdóttur, Kristjón Laxdal, Magnús, kvæntur Oddrúnu Maríu
Pálsdóttur, Dýrfinna, gift Þóri Kolbeinssyni, en bjó áður með Sigvarði Haraldssyni (d.
1995), Hjálmar Trausti, kvæntur Ragnheiði Hannesdóttur og Þorgerður, gift Þorgeiri
Axelssyni.
Edda reyndist Kristjáni traustur förunautur og bakhjarl. Hún hlynnti vel að stórum
barnahópi hans og bast þeim öllum sterkum böndum vináttu og virðingar. Hún unni heitt
fjölskyldunni og fylgdist náið með vexti, þroska og viðfangsefnum bama sinna, barna-
barna og langömmubarna. Öll voru þau henni jafnkær, og þann kærleika fékk hún ríku-
lega endurgoldinn. Edda var glaðlynd kona, listfeng og söngelsk, og hafði góða návist
glaðværðar og léttleika, sem löngum einkenndi heimili þeirra Kristjáns. Húsmóðurstörfin
heimtuðu krafta hennar framan af, en úti á vinnumarkaðnum starfaði hún lengst af í
Tjaldborg á Hellu. Þar nýttist vel verklagni hennar og vinnusemi, enda var Edda glögg á
marga grein og skarpskyggn, vel að sér um málefni líðandi stundar, minnug, fróð og víða
heima.
Edda lést af völdum krabbameins á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 31. júlí 2002.
Hún var jarðsett í Odda á Rangárvöllum 10. ágúst 2002.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Elías Tómasson frá Uppsölum
Elías Tómasson fæddist á Uppsölum í Hvolhreppi 14.
mars 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16.
okt. s.l. Útför hans fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju 26.
okt. 2002. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Tómasson
bóndi frá Arnarhóli í V.-Land. f. 24. ág. 1879 og Guðrún
Jónsdóttir húsfreyja fædd á Uppsölum 2. júní 1877. Hjónin
létust bæði heima á Uppsölum, Guðrún árið 1947 og Tómas
í hárri elli árið 1971. Þau eignuðust þrjá syni, þá Jón Ólaf
en hann fæddist 24. maí 1918, Guðmund Óskar fæddur 12.
sept. 1920 og yngstur var Elías sem við kveðjum hér í dag.
Tómas og Guðrún tóku við búsforráðum á Uppsölum af foreldrum Guðrúnar árið
1916. Tvö systkina Guðrúnar, þau Steinunn f. 1867 og Magnús f. 1873 voru alla tíð
heimilisföst að Uppsölum ásamt Magnúsi Magnússyni f. 1883 og vangefnum dreng sem
hafði verið sendur þangað í fóstur vegna foreldramissis. Allt þetta fólk utan móður sína,
sem lést á góðum aldri, önnuðust bræðurnir al' hlýju og alúð eftir að það missti heilsuna.
Á þessum árum og löngum áður lá fólk oft á tíðum karlægt mörg síðustu æviáranna
vegna m.a. slitsjúkdóma eftir erfiða starfsævi og lítil ráð lækninga til að lina þrautir og