Goðasteinn - 01.09.2003, Page 166
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
sinnar í allri umönnun, svo nærgætinn, hlýr og staðfastur, að létta henni daginn og styðja.
Gísli hafði nær aldrei kennt sér meins. An nokkurs fyrirvara andaðist hann í miðjum
önnum við bústörfin heima á Kálfsstöðum 30. ágúst. Útför hans fór fram frá Akur-
eyjarkirkju 14. 9. 2002.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
Gísli Helgason, Kaldárholti í Holtum
Gísli Helgason var sonur hjónanna í Kaldárholti, Helga
Jónssonar ættuðum frá Holtsmúla og Þorbjargar Pálsdóttur
frá Reykjavík. Hann var fæddur þann 27. mars 1943 í
Reykjavík, en móðir hans eignaðist þá tvíburabræðurna
Gísla og Kristinn eftir erfiða sjúki'alegu þar syðra. Um stund
var óttast um líf þeirra allra, en allt fór á besta veg og í reif-
um voru þeir síðan fluttir heim, síðasta spölinn á árabát yfir
Þjórsá þegar móðirin var á ný heil heilsu og ferðafær, en
akvegur var ekki kominn heim að Kaldárholti. Eldri bræður
Gísla eru Páll f. 1935, Jón f. 1937 og Kristinn tvíburabróðir
hans og yngst var eina systirin Dagný f. 1944 sem andaðist fyrir rúmu ári.
Gísli óx úr grasi í ástríku vari foreldra. Hann ólst upp við öll venjuleg sveitastörf þess
tíma og var fljótlega liðtækur til verka, enda kom snemma í ljós að hugur hans hneigðist
að búskap og að upplagi var hann þrekmenni og vinnusamur. Með árunum tók hann æ
meir þátt í búskapnum með foreldrum sínum og við búinu tók hann árið 1965, en foreldr-
ar hans bjuggu þar áfram í mörg góð og heillarík ár. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Guð-
rún Laufey Magnúsdóttur frá Akbraut. Þau hófu sambúð árið 1969 og gengu í hjónaband
þann 25. desember 1973. Var það upphaf langs og farsæls búskapar því fáum duldist að
þar fóru samhent hjón. Þeim varð tveggja dætra auðið og fyrir átti Guðrún eina dóttur, 1)
Sigurleifu Kristínu Sigurþórsdóttur sem er f. 8. júní 1966. Hennar maður er Márus
Jóhannesson og eiga þau eina dóttur, Isabellu Katarínu 8 ára. 2) Helga f. 25. júní 1970.
Hún á einn son, Viktor Mána 7 ára. Hennar maður er Reynir Pálmason og eiga þau eina
dóttur, Díönu Ýr rúml. ársgamla. 3) Yngst er Þorbjörg, f. 25. ágúst 1973 og á hún einn
son, Einar Gísla sem er 5 ára.
Farsæld ríkti í búi þeirra Gísla og Guðrúnar vegna samheldni og umhyggju um búpen-
ing og öll störf og búskapurinn var ævistarf hans. Hann undi á jörð sinni og tileinkaði sér
það umburðarlyndi, ögun og tillitssemi sem gildir í umgengni við landið og náttúruna.
Hann var bóndi í orðsins bestu merkingu, og kunni að nýta það sem landið gaf af sér, bjó
fyrst og fremst með fé en einnig með nautgripi og hesta. Hógværð hans og hlédrægni var
annáluð. Það er sagt að lítillætið sé styrkur þeirra sem eitthvað verulegt hafa til brunns að
-164-