Goðasteinn - 01.09.2003, Side 171
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Guðmundur Jóhannsson frá Miðkrika,
Kirkjuhvoli, Hvolhreppi
Guðmundur Jóhannsson var fæddur í Miðkrika í
Hvolhreppi 6. júní árið 1904, sonur hjónanna Valgerðar
Guðmundsdóttur frá Langagerði í Hvolhreppi og Jóhanns
P. Þorkelssonar frá Miðkoti í Vestur.-Landeyjum. Hann
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi aðfaranótt
7. maí 2002. Útförin fór fram frá Stórólfshvolskirkju 18.
maí 2002. Valgerður var fædd árið 1875 og lést árið 1962.
Jóhann var fæddur árið 1870 og lést árið 1936. Börn
þeirra hjóna og systkini Guðmundar voru: Sigurður,
Jónína, Elísabet, Þorkell, Valgerður og Pálmi. Öll eru systkinin nú látin nema Valgerður,
sem er búsett á Selfossi.
Guðmundur fékk hefðbundna fræðslu barna þess tíma og gekk í Hvolsskóla. Hann
stundaði íþróttir, aðallega glímu og tók þátt í héraðsmótum hvar hann keppti í þeirri
grein. Ungur byrjaði hann að róa frá Landeyjasandi og fór síðar á vertíðir til Vestmanna-
eyja eins og títt var um unga menn og bændur af þessum landshluta. Við fráfall heimilis-
föðurins árið 1936 tók hann, ásamt móður sinni og þeim systkina sinna sem enn voru
heima, við búskapnum, en jörðina leigðu þau af frk. Ragnheiði Jónsdóttur skólastýru
Kvennaskólans, sem mun hafa átt hér fleiri jarðir.
Guðmundur Jóhannsson kynntist konuefni sínu, Gunnbjörgu Steinsdóttur frá Kirkju-
læk í Fljótshlíð, árið 1957. Gunnbjörg, sem var fædd 13. maí 1910, hafði þá verið frá-
skilin í nokkur ár og hafði ráðið sig til starfa við barnaskólann á Strönd þegar fundum
þeirra bar saman. Það hefur sjálfsagt verið nokkurt skjól fyrir hana að kynnast jafn ágæt-
um manni og Guðmundi. Þau hófu sambúð á heimili Gunnbjargar að Bjargi við Suður-
götu í Reykjavík.
Hún átti frá fyrra hjónabandi sínu þrjú börn sem eru þessi: Steindór Ágústsson f.
1933, var kvæntur Katrínu Þorláksdóttur sem nú er látin. Börn þeirra eru Ólöf og María.
Næstur er Óli Ágústsson f. 1936 kvæntur Ástu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Gils,
Steindór Óli, Ágúst, Gunnbjörg, Kristinn og Brynjólfur. Yngst er svo Sigurbjörg Ágústs-
dóttir Dix f. 1946 sem er búsett í Texas. Hennar maður er Donald Dix og dóttir þeirra er
Sarah Thelma Dix. Áður var Sigurbjörg gift Daníel Guðmundssyni og á með honum
Brynjar og Birnu Björk.
Á Reykjavíkurárum sínum stundaði Guðmundur almenna verkamannavinnu og starf-
aði m.a. hjá Landssímanum en lengst af í vöruskemmu Eimskipafélags íslands í
Borgartúni. Guðmundur og Gunnbjörg gengu í hjónaband 31. des. 1965.
Nokkrum árum áður, eða 1962, höfðu þau fest kaup á Miðkrika, æskustöðvum Guð-
mundar. Jörðina átti frk. Ragnheiður Jónsdóttir eins og áður hefur komið fram. I
Miðkrika hófu þau búskap sem þau stunduðu til ársins 1989 en þá fluttu þau að
-169-