Goðasteinn - 01.09.2003, Page 172
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
Kirkjuhvoli enda Gunnbjörg farin af heilsu og Guðmundur orðinn 85 ára gamall.
Gunnbjörg lést 10. ágúst 1992 og var fráfall hennar Guðmundi harmur mikill.
Guðmundur Jóhannsson var að ýmsu leyti sérstæður maður. Hann var góður búmaður,
vinnusamur og harðduglegur til allra verka, hjálpsamur og greiðvikinn þeim sem honum
á annað borð féll við. Hann gat hins vegar verið býsna þver og afundinn ef honum mis-
líkaði menn eða málefni. Hann var sjálfstæður í skoðunum og vildi ekki vera neinum
háður um afkomu sína. Þannig þoldi hann t.a.m. illa að skulda nokkrum manni nokkuð
og fór með forsjálni með peninga og aðra fjármuni sína. Guðmundur var kraftamaður til
líkama og sálar, var heitur sjálfstæðismaður alla tíð og lét hiklaust til sín taka ef að
honum settust pólitískar krákur sem honum voru ekki sammála. Til þess var tekið hversu
barngóður hann var og natinn við að gefa börnunum tilgang og hlutverk á búinu enda
dvaldi ijöldi barna hjá þeim hjónum sumarlangt mörg búskaparár þeirra í Miðkrika.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað
Guðrún Hlíf Guðjónsdóttir, Ási,
Ásahrepp
Guðrún Hlíf Guðjónsdóttir fæddist 9. desember 1914 í
Asi í Asahreppi. Foreldrar hennar voru Ingiríður Eiríks-
dóttir frá Minni-Völlum í Landsveit og Guðjón Jónsson
frá Bjóluhjáleigu í Holtamannahreppi. Guðrún var mið-
barnið í hópi fimm systkina, en þau voru Hermann,
Eiríkur, Guðrún, Inga og Haukur. Eiríkur dó 1988 og
Haukur í október 2002.
Systkinin ólust upp í Asi en þar var þríbýli. Á öllum
bæjunum var vinnufólk og alls voru um þrjátíu manns, allt
eins og heimilisfólk hvert annars og börnin öll sem systki-
nahópur. Fleiri bæir stóðu í Áshverfinu, Hellatún, Áskot, Framnes og Ásrnúli. Mikið var
um að vera og rnikill samgangur milli bæjanna, straumar nýrra framfara í allri sveitinni
og trúin á blessun Guðs sterk og örugg. Börnin mótuðust af því sem gerðist. í Ási var
þinghús hreppsins sem Þykkvibær tilheyrði líka. Barnaskólinn, sem var farskóli, var á
hverju ári um tíma í þinghúsinu og Guðrún og sysktini hennar og öll börnin í sveitinni
stunduðu þar nám. Kirkjugarðurinn var við vegginn á neðri bænum, en í Ási var kirkja
frá landnámstíð og ekki lögð niður fyn- en 1908. Það var gott að leika sér í skjólinu í
kirkjugarðinum, og þótt þar væru langir skuggar í vetrarmyrkrinu var þinghúsið oft upp-
ljómað á kvöldin, þar voru hreppsþing, manntalsþing og framtalsþing og framtalsfundir.
Og þar voru haldin bcill og aðrar skemmtanir. Guðjón var oddviti og því umferð í Ási.
Unga fólkið fór á böllin í sveitinni, bæði í Ási og á Ægisíðu. Það var mikill ki'aftur í
ungmennafélaginu sem hélt söngnámskeið og skemmtanir og byggði sundlaug árið 1916.
Guðrún tók þátt í þessu öllu. Hún söng í kirkjukórnum í Kálfholti og spilaði á orgelið
-170-