Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 173
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
heima hjá sér eins og öll systkinin. Vinnusemin einkenndi dagana og Guðrún var ham-
hleypa við biiskapinn og gat gengið í öll störf innan húss og utan. Hún var natin og fínleg
við hannyrðir og listakona í allri matargerð. Hún vann stundum hjá Guðríði móðursystur
sinni í Þjórsártúni en hún og maður hennar Olafur Isleifsson höfðu byggt greiðasölu þar.
Guðrún gekk ekki í skóla eftir barnaskóla en fór til vinnu í Reykjavík og hóf nýjan
kafla lífsins. Hún vann í Prjónastofunni Hlín á Skólavörðustíg 17 og bjó fyrst á Þórsgötu
og svo í húsi prjónastofunnar. Hún gekk óhikað inn í hið nýja líf í Reykjavík og mat það
sem bærinn bauð henni, var sjálfrar sín og sá sér farborða með reisn. Hún lærði fljótt á
allar vélarnar á prjónastofunni og kenndi nýjum konum. Hún var vandvirk og velvirk,
vinsæl og glaðlynd. Hún fór að syngja í kirkjukór Hallgrímskirkju. Guðrún sneri aftur
heim í As þegar foreldrar hennar misstu heilsuna og annaðist búið með þeim og Eiríki
bróður sínum. Hún tók aftur til við fyrri störf, hjálpaði öllum sem þurftu, stjórnaði sumar-
börnununr, rækti ættartengslin, söng í kirkjukórnum, fór í saumaklúbbinn og vann í kven-
félaginu. Þau Eiríkur tóku við búskapnum þegar foreldrar þeirra féllu frá og Eiríkur
byggði nýtt íbúðarhús skammt frá gamla húsinu árið 1980. Guðrún bjó ein eftir fráfall
Eiríks og eftir jarðskjálfann árið 2000 fluttist hún í nýja húsið.
Guðrún var þriðja barnið í systkinahópnum. Mömmu hennar dreymdi áður en hún
fæddist að hún væri að sýsla með vinnukonu heima í bæ og henni fannst barið þrivsvar
létt á gluggann. Hver er þar, spyr mamma hennar og vinnukonan segir: Jesús Kristur kom
til að heilsa upp á okkur. Þetta er í þriðja skiptið sem hann kemur. Opnaðu fyrir honum,
sagði Ingiríður. Fjölskyldan hugsaði oft með gleði til þessa draums og fannst hann hafa
ræst í þeirri blessun sem Guðrún fékk og gaf í lífi sínu.
Guðrún tók mörgum sinnum þátt í miklum breytingum og gat vel skilið þau sem
þurftu að glíma við margskonar vanda. Hún bauð þeim að setjast við eldhúsborðið sitt,
renndi upp á könnuna, bar fram flatbrauð, pönnukökur og kleinur og studdi þau með
hlýrri og mildri nærveru sinni. Guðrún fór oft til Reykjavíkur síðustu árin og bjó um tíma
hjá Ingu systur sinni. Guðrún dó 9. janúar 2002 og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 18.
janúar og jarðsett í kirkjugarðinum í Asi.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Hallgrímur Gylfi Axelsson,
Þjóðólfshaga í Holtum
Hallgrímur Gylfi Axelsson, eða Mannsi eins og hann
var ævinlega kallaður, var fæddur þann 17. júlí 1939, og
voru foreldrar hans hjónin Laufey Fríða Erlendsdóttir frá
Þjóðólfshaga og uppalin í Snjallsteinshöfða og Axel
Guðbjartur Jónsson frá Reykjavík. Á uppvaxtarárum hans
bjuggu foreldrar hans í Reykjavík og Kópavogi og þar
sleit hann barnsskónum, elstur í fjögurra barna syst-
-171-