Goðasteinn - 01.09.2003, Page 175
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Það sem honum fannst eftirsóknarvert var að skila sínu vel í búskapnum, meðan hann
hafði um hann að sýsla, og öllum þeim verkum sem vinna þurfti, vinátta við fáa en nána
vini og umhyggja fyrir því fólki sem hann umgekkst. Hann þorði að vera sjálfum sér
nógur og finna lífi sínu þann farveg sem hentaði honum best og gerði það áreynslulaust
og ótrauður.
Heilsan brást Hallgrími fyrir all nokkru og hann gekk ekki alveg heill til skógar nú
síðustu árin, en kallið kom þó fyrr en nokkurn grunaði en hann andaðist á sjúkrahúsi Sel-
foss þann 6. maí sl. Útför Hallgríms fór fram frá Marteinstungukirkju 14. maí 2002.
Sr. Halldóra J. Porvarðardóttir, Fellsmúla
Jón Haukur Guðjónsson,
Asi, Asahrepp
Haukur Guðjónsson var fæddur 12. júlí árið 1920 að
Asum í Asahreppi í Rangárvallasýslu. Foreldar hans sem
þar bjuggu, voru þau Guðjón Jónsson, sem átti upprunann
að Bóluhjáleigu í Djúpárhreppi og kona hans Ingiríður
Eiríksdóttir er fædd var á Minni-Völlum í Landssveit. Alls
urðu börn þeirra fimm: Hermann, Eiríkur, Guðrún Hlíf og
Ingveldur. Haukur ólst upp með ástvinum sínum í Asi, fjöl-
mennu myndarheimili, en einnig var í sama húsi nákomið
skyldulið, ísak Einarsson og kona hans og fjögur börn í
nánu og ljúfu sambýli alla tíð. Haukur fór ungur að bjástra sitthvað heima, undireins
atorkusamur og lagvirkur á fremsta máta. Eftir skyldubundið námið í farskólanum, er
hann í Héraðsskólanum að Laugarvatni, en að öðru leyti vinnur hann við bústörfin í
heimabyggð. En Haukur hverfur síðan til náms í trésmíði í Reykjavík og eftir að því
lýkur vinnur hann við smíðar á heimaslóðum um nokkurt skeið, bæði í Asi og víðar.
Haukur kvæntist 28. febrúar 1953 Dagmar Helgadóttur frá Vík í Mýrdal, dóttur Helga
Dagbjartssonar og Agústu Guðmundsdóttur. Þau eignuðust einn dreng, Guðjón Inga,
fæddan 10. október árið 1980, kona hans er Mary Simundson. Þau eiga tvö böm, Daníel
Jón og Jóhann Inga. Fyrir átti Dagmar drenginn Helga Tómasson, sem Guðjón var til
fósturs og forsjár frá 11 ára aldri. Helgi er kvæntur Marylin Tómasson, þau eiga tvo
drengi Kristinn og Eric Anthony. Haukur og Dagmar áttu lengstum heimilið sitt á
Fornhaga í Reykjavík þar sem þau byggðu sér vé ásamt Hermanni bróður Hauks og
Laufeyju tviburasystur Dagmarar.
Guðjón starfaði sem byggingameistari í Reykavík og fjöldi húsa byggður að hans
stjórn og leiðsögn um árin, en á seinna skeiði verkdagsins sneri hann sér töluvert að
smíðakennslu bæði í grunnskólum sem og í Iðnskólanum í Reykjavík. Haukur var sívinn-
andi atorkumaður, vann að viðhaldsverkefnum víða svo sem hjá Orkustofnun, hann hann-
-173-