Goðasteinn - 01.09.2003, Side 176
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
aöi og bjó til fjölda muna, bæði til skarts sem nytja og tók að sér verk fyrir fjölmarga,
bæði grófsmíði og fínsmíði og átti bágt með að neita þegar til hans var leitað um verk.
Haukur var skýrleiks og myndarmaður og afar vel á sig kominn. Hann var afburða
lagtækur, listfengur og iðjusamur ævina á enda og gat vart verklaus verið. Hann var ró-
samur maður, hóglátur og hlédrægur yfirhöfuð, gekk ekki þvert um götu með sig eða sitt
í veg fyrir nokkurn, en geymdi fremur með sjálfum sér og fjallaði fátt um, var vænn,
traustur og vandaður í hvívetna. Hann var viðkæmur nokkuð og með heitt geð ef því var
að skipta og bjó að sterkri réttlætiskennd, tilbúinn að leggja gott til og gleðja aðra, en gat
gustað af í lund, ef honum fannst réttu hallað, eða nær sér gengið óverðskuldað.
Utan daglegra verka og viðfangs bjó honum ætíð huga nær sveitin hans og æsku-
stöðvar og þangað leitaði hann sem hann megnaði og var líkt og hann aldrei hefði þaðan
farið, þó hann flytti í raun. Um árin stundaði hann heyskap að Ási, aðstoðaði bróður sinn
sem þar bjó, en eftir að hann hætti biiskap heyjaði Haukur og seldi til endadægurs. Þarna
undi hann best og allra mest eftir að hann hætti föstum verkum útávið í borginni, þarna
var hann að verki, dyttaði að og fór höndum um hvaðeina af virðing og vænumþykju og
sinni sérstöku hagvirkni og bjó fjölskyldunni helgan hvíldarreit. Haukur var hraustmenni
alla tíð og heilsan með afbrigðum góð og fékk hann að halda styrk og fullu skyni uns
hann veiktist sex vikum fyrir andlát sitt á Landspítalanum 14. október 2001.
Sr. Guðmundur Oskar Olafsson
Helgi Jónsson frá Bollakoti í Fljótshlíð
Helgi Jónsson, fyrrverandi bóndi í Bollakoti hér í
Fljótshlíð, var fæddur á föðurarfleifð sinni, Bollakoti, hinn
6. apríl árið 1904, sonur Jóns Björnssonar frá Stöðlakoti
hér í Hlíð og fyrri konu hans, Þórunnar Teitsdóttur, hús-
freyju ættaðri úr Fljótshlíð. Hann lést á hjúkrunarheimil-
inu Lundi á Hellu hinn 20. febrúar s.l. Utför hans fór fram
frá Breiðabólstaðarkirkju 2. mars 2002. Jón bóndi í Bolla-
koti var fæddur 28. feb. 1871. Hann lést árið 1938. Þór-
unn, húsfreyja, var fædd 29. júlí árið 1876. Hún lést árið
1911, aðeins 35 ára gömul.
Jóni og Þórunni í Bollakoti varð tveggja sona auðið, sá eldri var Júlíus, trésmíðameist-
ari í Reykjavík, f. 1902, lést 1992, var kvæntur Rannveigu Guðjónsdóttur og eignuðust
þau fjögur börn, og Helgi bóndi í Bollakoti, sem við kveðjum hér í dag
Hálfssystkini Helga, börn Jóns og síðari konu hans Arndísar Hreiðarsdóttur frá Stóru-
Hildisey í Austur-Landeyjum eru þessi í aldursröð: Elstur var Ragnar, bóndi í Bollakoti,
f. árið 1913, hann lést í febrúar 1999, var kvæntur Þorbjörgu Björnsdóttur frá Fagurhól í
Austur-Landeyjum. Fósturdóttir Ragnars og dóttir Þorbjargar er Vilmunda Guðbjarts-
-174-