Goðasteinn - 01.09.2003, Side 182

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 182
Látnir 2002 Goðasteinn 2003 Jón Einarsson frá Sperðli, Vestur-Landeyjum Jón fæddist að Sperðli í Vestur-Landeyjum 16. maí 1929 foreldrum sínum, hjónunum Einari Einarssyni frá Krossi og Hólmfríði Jónsdóttur frá Króktúni og var næst yngstur í fjögurra systkina hópi, en systkini hans voru Kjartan, Helgi og Anna Elín, en hún er ein þeirra eftirlif- andi. Jörðin var lítil og það reyndi á alla í fjölskyldunni að gera ætíð sitt besta, vinna vel og samviskusamlega, hlúa að skepnum, þurrka og rækta jörðina og láta ekkert sem unnið var að, fara tii spillis. Systkini hans fóru að heiman og stofnuðu sín heimili en Jón stóð að búinu með foreldrum sínum. Hann var verklaginn og hafði eins og lækningahendur. Var sóttur víða að í sveitinni til að hjálpa við burð og við svo margt annað í búskapnum. Hann var skepnuhirðir, talaði við dýrin sín og fann að þau skildu svo miklu meira en margur held- ur. Það var alltaf sjálfsagt, þegar leitað var eftir liðveislu hans og fljótur var hann að koma til hjálpar þegar eftir samhjálp sveitunga var kallað við steypuvinnu eða önnur lík störf. Og þegar ráðist var í vatnsveitu Vestur-Landeyinga varð hann einn af framkvæmda- aðilum sem alltaf var kallað til. Alltaf var hann góður á að hitta, glaðlyndur og eftir- minnileg var kveðja hans þegar hann heilsaði og kvaddi: „Ævinlega Jesúveraður". Hann kvæntist 1962 Helgu Magnúsdóttur úr Reykjavík og saman tóku þau við búinu að Sperðli 1964. Það ár eignuðust þau Kjartan en hann lést 1991. Þau byggðu upp nýtt íbúðarhús á jörðinni 1968 en 1972 slitu þau samvistum, sem reyndi mjög á Jón. Hann leigði fyrst jörðina á eftir, en síðan varð hann að takast á við það að kveðja jörðina sína, bústofninn, hundinn sinn Ægi, sem hafði fylgt honum af svo mikilli tryggð og gæðinginn Blesa, sem hafði meira en skilið hann og alltaf komið honum heilum heim. Jón fór fyrst í vinnu í Þorlákshöfn en síðan fluttist hann að Skipagerði II 1975 til Sigmundar Felixsonar og Katrínar Ragnarsdóttur og vann heimilinu af sama trúnaði og hann hafði áður unnið heimili sínu. Hann vann útífrá með húsbónda sínum víðsvegar við smíðar og tók einnig að sér ýmis sveitastörf, einkum að Bergþórshvoli og á haustin vann hann við sláturhússtörf. Þegar Sigmundur hætti búskap 1996 flutti Jón heimili sitt til Gunnars á Strönd og vann þar alltaf með hag heimilisins í fyrirrúmi, því vinnan var hans gleði. Hann hafði yndi af söng og var einn af stofnendum karlakórs Vestur-Landeyinga og söng með þeim kór meðan hann starfaði. Jón var ætíð glaðsinna og ljúllyndur, en um leið með sína hógværð, þannig að hann talaði ekki við aðra um sinn hag eða sína líðan. Hann var lengstum heilsuhraustur, en hafði fengið sína aðvörun, sem hann hafði ekki áhyggjur af. Jón var við vinnu sína í fjósinu að Strönd að morgni 25. mars þegar hann andaðist án frekari fyrirvara. Útför hans fór fram frá Akureyjarkirkju 13. apríl 2002. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti -180-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.