Goðasteinn - 01.09.2003, Side 182
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
Jón Einarsson frá Sperðli, Vestur-Landeyjum
Jón fæddist að Sperðli í Vestur-Landeyjum 16. maí
1929 foreldrum sínum, hjónunum Einari Einarssyni frá
Krossi og Hólmfríði Jónsdóttur frá Króktúni og var næst
yngstur í fjögurra systkina hópi, en systkini hans voru
Kjartan, Helgi og Anna Elín, en hún er ein þeirra eftirlif-
andi. Jörðin var lítil og það reyndi á alla í fjölskyldunni
að gera ætíð sitt besta, vinna vel og samviskusamlega,
hlúa að skepnum, þurrka og rækta jörðina og láta ekkert
sem unnið var að, fara tii spillis. Systkini hans fóru að
heiman og stofnuðu sín heimili en Jón stóð að búinu með
foreldrum sínum. Hann var verklaginn og hafði eins og lækningahendur. Var sóttur víða
að í sveitinni til að hjálpa við burð og við svo margt annað í búskapnum. Hann var
skepnuhirðir, talaði við dýrin sín og fann að þau skildu svo miklu meira en margur held-
ur. Það var alltaf sjálfsagt, þegar leitað var eftir liðveislu hans og fljótur var hann að
koma til hjálpar þegar eftir samhjálp sveitunga var kallað við steypuvinnu eða önnur lík
störf. Og þegar ráðist var í vatnsveitu Vestur-Landeyinga varð hann einn af framkvæmda-
aðilum sem alltaf var kallað til. Alltaf var hann góður á að hitta, glaðlyndur og eftir-
minnileg var kveðja hans þegar hann heilsaði og kvaddi: „Ævinlega Jesúveraður".
Hann kvæntist 1962 Helgu Magnúsdóttur úr Reykjavík og saman tóku þau við búinu
að Sperðli 1964. Það ár eignuðust þau Kjartan en hann lést 1991. Þau byggðu upp nýtt
íbúðarhús á jörðinni 1968 en 1972 slitu þau samvistum, sem reyndi mjög á Jón. Hann
leigði fyrst jörðina á eftir, en síðan varð hann að takast á við það að kveðja jörðina sína,
bústofninn, hundinn sinn Ægi, sem hafði fylgt honum af svo mikilli tryggð og gæðinginn
Blesa, sem hafði meira en skilið hann og alltaf komið honum heilum heim.
Jón fór fyrst í vinnu í Þorlákshöfn en síðan fluttist hann að Skipagerði II 1975 til
Sigmundar Felixsonar og Katrínar Ragnarsdóttur og vann heimilinu af sama trúnaði og
hann hafði áður unnið heimili sínu. Hann vann útífrá með húsbónda sínum víðsvegar við
smíðar og tók einnig að sér ýmis sveitastörf, einkum að Bergþórshvoli og á haustin vann
hann við sláturhússtörf. Þegar Sigmundur hætti búskap 1996 flutti Jón heimili sitt til
Gunnars á Strönd og vann þar alltaf með hag heimilisins í fyrirrúmi, því vinnan var hans
gleði. Hann hafði yndi af söng og var einn af stofnendum karlakórs Vestur-Landeyinga
og söng með þeim kór meðan hann starfaði.
Jón var ætíð glaðsinna og ljúllyndur, en um leið með sína hógværð, þannig að hann
talaði ekki við aðra um sinn hag eða sína líðan. Hann var lengstum heilsuhraustur, en
hafði fengið sína aðvörun, sem hann hafði ekki áhyggjur af.
Jón var við vinnu sína í fjósinu að Strönd að morgni 25. mars þegar hann andaðist án
frekari fyrirvara. Útför hans fór fram frá Akureyjarkirkju 13. apríl 2002.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
-180-