Goðasteinn - 01.09.2003, Page 186
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
hennar og án efa hlýjar minningar frá uppvaxtarárunum. Hún átti hesta alla tíð og fáeinar
kindur sem hún hélt inni í Vallarkrók meðan hún lifði.
Jónína hóf störf á Kirkjuhvoli fljótlega eftir að starfsemi dvalarheimilisins fór af stað.
Þar vann hún í eldhúsi við fádæma góðan orðstýr starfssystra sinna, heimilisfólks og
annarra sem til hennar þekktu og sáu.
Jónína Jónsdóttir var félagslynd kona og lagði sig eftir réttlæti öllum til handa. Hún
var trúnaðarmaður starfsfólks á Kirkjuhvoli í mörg ár og fulltrúi þess í stjórn hemilisins
og segir það hve vel henni var treyst til allra verka.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiöabólstad
Jónína Guðný Þorgrímsdóttir frá
Raufarfelli, A-Eyjafjöllum.
Jónína fæddist í Ystabæli, 9. mars 1913, hjónunum
Guðfinnu Runólfsdóttur fæddri í Hörgslandskoti á Síðu og
Þorgrími Þorvaldssyni, fæddum í Brennu undir V-Eyja-
fjöllum. Þau byrjuðu búskap sinn í Yzta-Bæli, en ári síðar
eða 1913 hófu þau búskap í austurbænum á Raufarfelli. A
uppvaxtarárum Jónínu voru um 40 manns á fjórum sam-
byggðum bæjum Raufarfells. Yngri systkini Jónínu voru
Guðrún, Kristín Lilja, sem andaðist 1923 og Þorvaldur.
Fjölskyldurnar á Raufarfellsbæjunum urðu að standa
saman og heyja þá lífsbaráttu sem þá var háð, að vinna úr öllu heima og láta ekkert fara
til spillis. Börnin lærðu snemma til verka, að taka þátt í öllum störfum sem til féllu. Það
gerði Jónína sannarlega og frá byrjun á sinn drífandi og dugandi hátt.
Jónína fór á vertíð til Vestmannaeyja og í vist um skamman tíma til Reykjavíkur, en
alltaf kom hún heim, þar sem hún lagði allt sitt að mörkum. Þar kynntist hún manni
sínum Tómasi Guðjónssyni frá miðbænum á Raufarfelli. Þau hófu sinn búskap á
miðbænum 1941 og giftu sig 1943. Það ár fæddist dóttir þeirra Guðfinna Lilja. Á heimil-
inu var einnig móðir Tómasar, Ingveldur Jónsdóttir. Það varð mjög kært með þeim og
annaðist Jónína tengdamóður sína síðustu ár hennar með svo sérstakri hlýju og kærleika,
að eftir var tekið, en hún andaðist 1964.
Bú þeirra Jónínu og Tómasar var ekki stórt, en það var búið vel og sannarlega var
Jónína bóndi og bústólpi með manni sínum og dóttur og heimilisfólki, húsmóðirin sem
vaknaði fyrst og gékk síðast til hvrldar, húsmóðir hins gamla tíma, sem var skipuleggj-
andinn og sú sem hlúði að öllum, gróðri og dýrum, fjölskyldunni og fólkinu öllu, sem
leitaði til hennar, í bæinn hennar, í góðgæti hennar, hvatninguna og gleðina sem geislaði
frá henni. Jónína gékk að öllum verkum úti og inni og saman byggðu þau hjónin upp á
jörðinni, útihús og íbúðarhús og ræktuðu jörðina.
-184-