Goðasteinn - 01.09.2003, Page 188
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
1950 leituðu þau eftir stærra jarðnæði og bauðst þeim þá góð bújörð í Holtum, en
einnig gátu þau fengið jörðina Önundarhorn, sem var við hlið æskuheimilis Adda. Þar
vildi hann takast á við að rækta upp og þurrka jörðina, sem var lítil og votlend og byggja
upp öll húsin. Saman tókust þau á við þessi erfiðu úrlausnarefni sem vissulega reyndi á
þau. Hann sótti vertíðir til Vestmannaeyja og stóð þá Kristjana að búinu með eldri börn-
um sínum. Þarna fæddust yngstu börnin þeirra: Guðni 1953, Sigrún 1954 og Erna 1955.
Kristjana var góð búkona, hugsaði um fjósið af alúð og talaði við kýrnar sínar, hafði
yfirsýn með búi og börnum og stjórnaði, án þess að finnast það sjálfri. Hún hélt utan um
börnin sín átta í orðsins fyllstu merkingu, var þátttakandi í gleði þeirra, ruddi gólfið
heima fyrir dansinum frá tónlist útvarpsins, studdi að námi þeirra og sneið og saumaði
flest fötin þeirra og fylgdist náið með hverju og einu þegar þau fluttu að heiman. Hún var
félagslynd, var í kirkjukórnum í mörg ár, kvenfélaginu, hestamannafélaginu, harm-
onikkufélagi Rangæinga og fór nær allar ferðir sem félögin efndu til og var þá alltaf
geislandi af kátínu og frásagnargleði. Systir hennar Sigríður eða Silla kom á heimili
þeirra 1969 og vann heimilinu í rúm tíu ár, enda tengd systur sinni sterkum böndum allt
frá æsku. 1975 tók Sigrún við búi með manni sínum Stefáni heitnum Kristjánssyni og
bjuggu þau með foreldrum hennar í Önundarhorni í tvö ár, og síðar eða 1982 tók Guðni
við búinu með konu sinni Báru Kjartansdóttur.
Tók þá við nýr tími hjá Adda og Kristjönu í Önundarhorni, tími barnabarnanna, tími
ættingja og vina, sem glöddu með heimsóknum sínum, tími hestanna og folaldanna henn-
ar og tími heimsókna. 20. september 1987 andaðist maður hennar á heimili þeirra, en hún
bjó áfram í húsinu þeirra, sem þau tvö höfðu byggt. Haustið 1997 fluttist hún til dóttur
sinnar Sigrúnar og manns hennar Helga Friðþjófssonar að Seljalandsseli og tæplega ári
síðar að Kirkjuhvoli, þar sem hún eignaðist sitt litla heimili, stundaði hannyrðir, málaði,
saumaði og útbjó sínar gjafir til fjölskyldu og vina af listfengi. Hún spilaði bridge við
systur sína Sillu með keppnisskapi í Bridgefélaginu í mörg ár og hún tók þátt í starfi eldri
borgara sýslunnar með sinni gleði og tilhlökkun. Hún var alltaf jafn sjálfstæð og óhrædd
við að segja sína meiningu og hafði lengstum verið heilsuhraust.
Hún fékk heilablæðingu 1984, sem hún virtist hafa orðið góð af, en á vordögum 2001
kenndi hún til höfuðverkjar og fór nokkrum sinnum á spítala til Reykjavíkur og á Selfoss,
þar sem veikindin voru greind og hún fékk að vita hvert stefndi. 5. desember 2001 var
hún flutt að Lundi, en þar andaðist hún 2. febrúar 2002. Útför hennar fór fram frá
Eyvindarhólakirkju 9. 2. 2002.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
-186-