Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 190
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
og ljúflyndi hennar var kunnugt öllum þeim sem kynntust henni og áttu hana að, ekki síst
börnunum, en hugi þeirra og hjörtu vann hún auðveldlega, og samdi ætíð vel við þau
börn er voru henni samvistum, skyld og vandalaus.
Lilja og Ingólfur brugðu búi í Króki árið 1984 í kjölfar heilsubrests Ingólfs, og fluttust
að Hellu, þar sem þau bjuggu lengst af í Nestúni 19. Fyrstu árin eftir að þau komu að
Hellu vann Lilja við saumaskap utan heimilis á saumastofu Rudolfs Stolzenwald, auk
þess sem hún vann löngum að hannyrðum heimafyrir, sem drýgðu tekjurnar.
Lilja var ekki heilsuhraust kona síðustu árin. Hún greindist með krabbamein í bein-
merg, en lét aldrei deigan síga í þeirri sjúkdómsraun, heldur sótti á brattann, brosmild og
full af lífsvilja. Snemma árs 2002 fluttust þau hjón að Lundi. Heilsu hennar var þá mjög
tekið að bregða og undir lokin ljóst að hverju stefndi, þótt Lilja æðraðist hvergi, heldur
tók því sem að höndum bar af ró og stillingu. Lilja lést á Lundi hinn 26. nóvember 2002.
Utför hennar fór fram frá Oddakirkju hinn 7. desember, en jarðsett var í Kálfholts-
kirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Marta Sigurðardóttir, Fossöldu 3, Hellu
Marta Sigurðardóttir var fædd að Ey í Vestur-
Landeyjum hinn 19. júní árið 1908. Foreldrar hennar voru
hjónin Þórhildur Einarsdóttir frá Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum og Sigurður Snjólfsson frá Rifshalakoti í
Asahreppi, sem þá bjuggu í Ey. Marta var næstelst fimm
bama þeirra. Eldri var Katrín og yngri Haraldur, Sigríður
og Guðrún. Af þeim systkinum lifa eftir þau Haraldur og
Guðrún. Marta átti bjartar og kærar minningar frá bernsku
sinni og æsku. Hún ólst upp við mikla reglusemi og festu
sem fylgdi henni sjálfri á langri ævi. Sorgin knúði dyra á
heimilinu á 17. aldursári Mörtu, þegar faðir hennar féll frá á besta aldri á skírdag 1925.
Þau feðgin höfðu að vonum verið afar náin, og var föðurmissirinn Mörtu því þungbærari.
I kjölfarið fluttist fjölskyldan til Vestmannaeyja, þar sem Þórhildur bjó til dauðadags
1954.
í Eyjum var Marta í vist á veturna næstu árin, en kom í kaupavinnu upp á land á sumr-
in. Hún festi ung ráð sitt og hóf búskap 1929 á Tumastöðum í Fljótshlíð með Frímanni
ísleifssyni frá Hlíðarenda, en foreldrar hans voru Þórunn Sæmundsdóttir frá Nikulásar-
húsum og ísleifur Erlendsson frá Hlíðarenda. Marta og Frímann giftust 27. nóvember
1930, og bjuggu á Tumastöðum til 1944. Þá fluttust þau að Oddhóli á Rangárvöllum, og
bjuggu þar til 1963, er þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Þar undu þau ekki hag
sínum og fluttust innan fárra ára austur að Hellu. Þeim varð auðið tveggja barna. Eldri
var Sigurður, sem látinn er fyrir 6 árum. Fyrri kona hans, sem einnig er látin, var
-188-