Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 193
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
með meiru tengdi þá sterkum böndum, enda var Oddur þeim Sigrúnu líkt og sonur allt frá
unglingsaldri. Oddur átti ófáar ferðir upp að Myllubæ fyrr og síðar og sótti þar einnig í
náinn frændgarð í nágrannabústaðnum í samfélagi Guðbjargar föðursystur sinnar og fjöl-
skyldu hennar.
Oddur tók veikindum sínum af æðruleysi og tókst á við andstreymið er þeim fylgdi af
yfirvegun og sjálfsstjórn. Hann varð opinskárri um hag sinn og tilfinningar en hann hafði
áður verið, og rækti náið samband við systkini sín og vini síðustu misserin, t.d. með
daglegu tölvupóstsambandi. Stuðningur vina og samferðamanna var honum ómetanlegur
en mikilvægustu stoð sína, utan Ingibjargar, átti hann í Reyni bróður sínum og Jónu
Maríu mágkonu sinni, sem stóðu honum ætíð nærri og reiddi hann sig mjög á trúnað
þeirra og hjálpsemi alla tíð.
Síðustu mánuðina og vikurnar tók Oddur að búast til ferðarinnar hinstu. Hann
ráðstafaði veraldlegum eigum sínum á þann veg sem hann vildi og vissi beztan og skildi
hvergi eftir óhnýttan enda. Hann kvaddi með reisn og skilur eftir sig lærdómsrrka minn-
ingu um mikla stillingu, æðruleysi og viljastyrk sem hann bjó yfir.
Oddur lést eftir skamma legu á Landspítalanum í Reykjavík 1. maí 2002. Útför hans
var gerð frá Keldnakirkju 11. maí.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Ólöf Bjarnadóttir, Selalæk
Ólöf Bjarnadóttir var fædd 2. október 1915 í Böðvars-
holti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru
hjónin Bjarnveig Vigfúsdóttir húsfreyja og Bjarni
Nikulásson bóndi í Böðvarsholti. Ólöf var fimmta af átta
börnum þeirra. Elsta barnið, sveinbarn, misstu þau nýfætt,
en hin sem öll komust upp voru Karl Nikódemus, Böðvar,
Sólveig, Guðjón Ottó, Vigfús Þráinn og Gunnar. Auk
þeirra áttu þau fósturson, Friðrik Lindberg, sem ásamt
bræðrunum Guðjóni og Gunnari lifir systur sína.
Ólöf átti góðar minningar frá æskudögum sínum
heima í Böðvarsholti. Heimilið var ekki ríkt af veraldlegum auði, þó enginn liði skort.
Þeim mun ríkari var fjölskyldan af umhyggju og kærleika, sem einkenndi samband þeirra
systkina alla tíð, og var Ólöf síst eftirbátur hinna á því sviði, frændrækin, sinnug og ein-
lægt fús að rétta hjálparhönd og leggja lið þeim sem hún mátti. Þess naut ekki hvað síst
Sólveig systir hennar þegar veikindi steðjuðu að í fjölskyldu hennar, og ennþá fleiri
skyldir og vandalausir á langri vegferð Ólafar. Nægjusamt og nýtið heimilið fór þó ekki á
mis við þann skerf manndóms og menningar sem þau hjónin Bjarnveig og Bjarni
fóstruðu börn sín með eftir efnum og ástæðum. Þannig lærði Ólöf ung að lesa nótur og
-191-