Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 195
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Sigurgeir Valmundsson frá Eystra- Fróðholti, Borgarsandi 1, Hellu
JSfc -*5i »! J V VfA Sigurgeir Valmundsson var fæddur í Galtarholti á Rangárvöllum hinn 30. nóvember 1919. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Helgadóttir frá Grímsstöðum í Vestur- Landeyjum og Valmundur Pálsson frá Galtarholti, og var Sigurgeir næstelstur átta barna þeirra. Eldri var Ágúst, sem látinn er fyrir fimm ámm, en yngri Guðrún, Sigrún, sem dó tveggja ára, Guðmunda, Einar, Helgi og Páll Ingi. Sigurgeir ólst upp við ástríki og iðjusemi, varð snemma liðtækur við bústörfin eins og tíðarandinn bauð, en fór vinnu utan heimilisins. Frá 16 ára aldri og lengi síðan sótti hann
jafnframt ungur að sækja
vertíðir, fyrst til Þorlákshafnar og síðar til Vestmannaeyja. Sigurgeir minntist þess að hafa
verið fluttur við vertíðarlok frá Eyjum upp til lands á báti sem lent var við Landeyjasand,
þaðan sem hann bar föggur sínar á sjálfum sér yfir mýrarnar heim að Galtarholti. t huga
Sigurgeirs vöktu vertíðirnar bjartar minningar ævilangt, enda eignaðist hann þá marga
góðkunningja sem sumir urðu tryggðavinir hans fyrir lífstíð. Sigurgeir stundaði síðar
vörubílaakstur undir miðja öldina sem leið, og eignaðist sjálfur vörubíl um það leyti.
Á þeim árum kynntist Sigurgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilborgu Guðjónsdóttur
frá Sandaseli í Meðallandi, dóttur hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Guðjóns
Bjamasonar, sem flutzt höfðu að Galtarholti þegar fjölskylda Sigurgeirs flutti búferlum
þaðan að Móeiðarhvoli í Hvolhreppi 1947. Sigurgeir og Vilborg gengu í hjónaband 27.
maí 1950 og hófu í fardögum það vor búskap í Eystra-Fróðholti. Einkasonur þeirra er
Guðmundur Óli, kennari á Kirkjubæjarklaustri, kvæntur Ester Önnu Ingólfsdóttur. Dætur
þeirra eru Sigurborg Ýr og Bergrún Arna. Sigurborg er í sambúð með Oddsteini Árnasyni
og á dótturina Söru Arndísi Thorarensen.
Fróðholtsjörðin var við upphaf búskapar Sigurgeirs og Vilborgar votlend og lítt
ræktuð, og mikið verk sem beið ungu hjónanna sem samhent gengu að hverju verki.
Byggðu þau upp myndarlegt bú og afurðasamt, sem skilaði þeim líka miklum yndisarði
og ánægju, enda bæði natin og elsk að skepnum og gróðri, og sveitalífið runnið þeim í
merg og bein. Sigurgeir fann sig vel í búskapnum, sjálfur Bakkbæingur „í ætt við landið
og sveitina“, og bjó því að sterkri hefð í ætt sinni og fjölskyldu, en um leið kunnáttu-
maður af bestu gerð í sinni grein, framfarasinnaður og áhugasamur um nýjungar er létt
gætu störfin, var bóndi af Guðs náð og orti á þeim reit sína vísu „um fræið í moldinni".
Búskaparár hans voru byltingarár í íslenzkum landbúnaði, ævintýri sem Sigurgeir naut að
taka þátt í, allt frá óbreyttu verklagi íslenzkra bænda í 1000 ár við orfaslátt, dráttarhesta
og handmjaltir eins og enn tíðkaðist á öndverðum búskaparárum hans, og framundir
búskaparlokin þegar hillti undir tölvuvæddan stórbaggaheyskap, risadráttarvélar og
mjaltaþjóna.
-193-