Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 198
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
sinni bjó hún yfir léttri gamansemi sem vinir hennar og samstarfsfólk þekkti vel, enda
kom hún sér vel meö þeim sem hún starfaði meö, því hún var vönduð kona, fordómalaus,
samvizkusöm og dugmikil.
Áhugamál Sólveigar birtust ekki sízt í blómarækt. Hún var mjög natin við blómjurtir
og ræktaði þær heima við og hafði yndi af því. Sömuleiðis unni hún listum, svo sem
sönglist og leiklist, en ekki sízt hafði hún ánægju af ferðalögum, einkum um óbyggðir,
þar sem náttúran sjálf hreif hug hennar og tilfinningar, og friðurinn sem þar ríkir, sem
hún sóttist eftir.
Eitt atriði er þar og, sem ekki á að liggja í láginni þegar Sólveigar er minnzt, því um
hana var mælt að hún hafi verið mikill dýravinur. Það er gott einkenni hverrar þeirrar
manneskju sem þannig er farið, því að slík vinátta er af kærleiksrót sem ber í sér góðvild
sálar og samvizkugæði. Útför Sólveigar var gerð frá Kópavogskirkju hinn 28. maí 2002.
Duftker hennar var jarðsett í Akureyjarkirkjugarði í Vestur-Landeyjum 30. maí.
Sr. Arngrímur Jónsson
Svavar Guðlaugsson, Fögruhlíð, Fljótshlíð
Svavar Guðlaugsson var fæddur þann 27. apríl 1935, í
Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Guðlaugar Matthildar
Jakobsdóttur, og Guðlaugs Gunnars Jónssonar, næst-
yngstur í hópi 15 barna þeirra hjóna, - en þau eru, í aldurs-
röð: Jakob, Valgerður, Jón, Anton, Guðrún, Guðfinna,
Sólveig, Guðlaug Sigurlaug, Einar, Guðbjörg, Ester, Erna,
Þorsteinn og Guðlaug Matthildur.
Sá harmur kvað að í lífi fjölskyldunnar að móðirin lést
af barnsförum þegar yngsta dóttirin fæddist, en þá var
Svavar á þriðja aldursári. Faðir hans hélt fjölskyldunni saman og stóðu systurnar fyrir
heimilishaldi og aðstoðuðu föður sinn við uppeldi yngri barnanna. Ekki var alltaf mikið
umleikis, og var það greypt í minni Svavars umsýslan eldri systranna í æsku hans, þegar
barnaskarinn var kominn í háttinn að þær tóku til við að þvo og þurrka plöggin svo hægt
væri að klæða hópinn daginn eftir. En ekki síst sat eftir í minningunni ilmurinn af
nýbökuðu brauðinu og kökunum, sem systurnar höfðu hnoðað og látið bakast yfir nóttina
og fyllti vitin og saddi litla maga að morgni dags.
Svavar naut hefðbundinnar barnafræðslu þess tíma, gekk í barnaskólann í Vík og á
sumrin var hann í sveit á Giljum ásamt Valgerði og Guðbjörgu systrum sínum. Hann
stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist sem búfræðingur vorið
1953, en að því loknu var hann vinnumaður í Laugardælum um tíma.
Svavar hóf búskap á Felli í Mýrdal í félagi við Guðbjörgu systur sína og Ólaf mág
sinn, en á þeim árum var hann einnig aðstoðarmaður Karls Kortsonar dýralæknis og þótti
-196-