Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 10
Svo settist hann niður og fór að
yfirvega þetta sem skeð hafði.
Strax morguninn eftir varð hann
að fá sér tvo einvígisvotta. Til
hverra ætti hann að leita? Hann
fór í huganum yfir allan kuim-
ingjahópinn til að finna tvo nógu
rólynda menn, og sem honum
væri mestur heiður að hafa fyrir
einvígisvotta. — Að lokum nam
hann staðar við tvö nöfn, Markis
de La Tour Noire og Bourdin of-
ursta. Hinn fyrri var af gamalli
aðalsætt, en hinn síðari hafði get-
ið sér mikla frægð sem hermaður.
Nöfn þeirra mundu taka sig vel út
í blöðunum. Hann fann nú að
hann var ákaflega þyrstur, og
drakk þrjú glös af vatni, hvert á
eftir öðru, og fór svo aftur að
ganga til og frá um herbergið.
Hann fann að hann hafði sterkan
vilja. Ef hann sýndi sig fastákveð-
inn í því að heimta hinum ströng-
ustu reglum fylgt, í stuttu máli,
veldi hann einvígi upp á líf og
dauða, mundi mótstöðumaður
hans tvímælalaust hætta við ein-
vígið og biðja fyrirgefningar.
Hann tók nafnspjaldið, sem
hann hafði tekið úr vasa sínum og
hent á borðið, og las það, en það
hafði hann gert strax á veitinga-
húsinu og vio hvert einasta götu-
ljós á leiðinni heim. — Georges
Lamil, Rue Moncey 51. Meira stóð
þar ekki.
Hann grandskoðaði bókstafina,
honum fannst þetta vera afskap-
lega leyndardómsfullt, og hlaut að
hafa einhverja dula meiningu.
Georges Lamil. Hvaða maður var
það? Hvað gerði hann? Hvers-
vegna hafði hann starað svona á
konuna? Var það ekki óskaplegt,
að ókunnur maður, sem hann
vissi engin deili á, skyldi svona
allt í einu verða friðarspillir í lífi
hans. Og Signoles hrópaði ennþá
einu sinni:
— Þessi óþokki.
Eftir það stóð hann án þess að
hreyfa sig, og' horfði á nafnspjald-
ið, eins og hann hefði aldrei séð
það áður. Hann fann til reiði við
þetta litla pappírsblað, og hann
fann til óánægju yfir því sem fyrir
hafði komið. Hann tók hníf og
rak hann í bókstafina, eins og
hann væri að stinga einhvern ó-
vin.
Og nú átti hann að heyja ein-
vígi. Hvort var betra fyrir hann að
velja sér sverð eða skammbyssu.
Hann leit svo á að órétturinn hefði
verið sér sýndur, og hann hefði
því rétt til að velja vopnin. Ef
harm veldi sverðið, átti hann
minnst á hættu, en ef hann veldi
skammbyssu voru allar líkur til
að mótstöðumaður hans yrði
hræddur. Það er mjög sjaldgæft,
að einvígi með sverði yrði að fjör-
tjóni, þar sem mótstöðumennirnir
gæta þess vandlega að koma ekki
svo nálægt hvor öðrum, að
10 STJÖRNUR