Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 11

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 11
sverðsoddarnir geti stungizt djúpt inn í líkamann. En velji maður aftur á móti skammbyssu, var það sama sem að stofna iífi sínu í hættu. En hann gat nú áreiðan- lega, með því að velja skamm- byssu, sloppið með heiðri út úr þessu, án þess að heyja einvígi. — Eg verð að vera rólegur, svo hann verði hræddur, sagði hann. Hann varð taugaóstyrkur og skalf við að heyra sína eigin rödd; drakk glas af vatni og' afklæddi sig til að leita sér hvíldar. Strax og hann var kominn í rúmið slökkti hann ljósið og lagði aftur augun. Hann hugsaði: — Allan morguninn hef ég til að ráðstafa eigum mínum. Það er bezt að ég flýti mér að sofna. Honum var of heitt, og hann gat ekki sofnað. Hann bylti sér á bak- ið, og lá kyrr í nokkrar mínútur, svo á hægri hliðina og síðan á þá vinstri. Svo var þorstinn. Hann reis upp til að fá sér að drekka. Allt í einu spurði hann sjálfan sig angistar- fullur: — Ætli ég sé hræddur? Hversvegna fékk hann þennan ákafa hjartaslátt við hið minnsta hljóð í herberginu? Þegar klukk- an ætlaði að fara að slá, hrökk hann í kút við suðið í fjöðrinni, og í nokkrar sekúntur á eftir stóð hann á öndinni. Honum fannst hann vera að kafna . Hann fór að hugsa um hvernig á þessu gæti staðið. — Ætli ég sé hræddur? Nei, hann var alveg viss um að hann var ekki hræddur. Þar sem hann var fastákveðinn í því að fylgja þessu máli út í yztu æsar. Þar sem það var hans ósveigjan- legi vilji að heyja einvígið án þess að skjálfa. En engu að síður fann hann sig' ólíkan sjálfum sér. — Getur maður verið hræddur, án þess að vilja það? Efinn náði tökum á honum. Og hann varð hræddur og órólegur. Ef einhver máttur sem væri sterk- ari en hans eigin vilji, næði tökum á honum. Hvað yrði þá um hann? Auðvitað mundi hann koma á hólmgöngustaðinn; það var hans vilji. En hvað svo? Ef hann færi nú allt í einu að skjálfa. Ef það liði yfir hann. Hann hugsaði um nafn sitt og stöðu. Hann fékk allt í einu löngun til að sjá sig í speglinum, og kveikti á öllum ljósum. Og þegar hann sá andlit sitt, fannst honum það lítt þekkjanlegt. Hann var fölur, og augun stór og gljáandi. Hann stóð lengi fyrir framan spegilinn og virti mynd sína fyrir sér, skoðaði tunguna til að vita hvort hún væri með nokkurum veikleikablæ. Allt í einu skaut þessari hugsun upp hjá honum. — A morgun um þetta leyti verð ég kannski dáinn. STJÖRNUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.