Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 22

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 22
um hefðbundnar venjur. Hótanir og mótmæli mun ég hafa að engu. — En auðvitað geri ég ekkert, sem brýtur í bága við samþykktir stjórnar óperunnar. Þessi orð hafa ýmsir rifjað upp síðustu vikurnar. Rudolf Bing hef- ur ráðið til Metropolitanóperunn- ar að nýju hina miklu söngkonu Norðmanna, Kristinu Flagstad. Hún var fyrst ráðin við óperuna á árunum fyrir stríðið og fyrstu ár styrjaldarinnar. En vegna sam- bands hennar við nazista í Noregi varð hún um árabil að hverfa úr opinberu lífi og var útskúfuð — ekki sízt heima í Noregi. Kristin Flagstad var gift ill- ræmdum kvislingi í Noregi, sem lézt í fanelsi Norðmanna á eftir- stríðsárunum, meðan hann beið dóms síns. I rauninni verða engar sakir sannaðar á Kristinu, aðrar en þær, að hún skyldi ekki ganga í berhögg við vilja og skoðanir manns síns, og að hún neitaði að snúa við honum bakinu eftir að á hann höfðu sannast ýmiss af- brot, er hartn vann í þjónustu þjóðverja á stríðsárunum. Kristin lét afskiptalaust, það sem var að gerast í heimalandi hennar. Hún afneitaði ekki nazist- um og' kvislingum, hvorki fyrr né síðar, en vegna hjúsk^par hennar við einn af foringjunum hlaut hún að teljast í hópi föðurlandssvikar- anna, að dómi flestra Norðmanna. Hlutlausir áhorfendur hljóta samt að viðurkenna, að hún átti örðugt val. Ast hennar til eigin- mannsins, og traust það er hún bar til hans, villtu henni sýn. Og flestir hljóta að virða það við hana, að hún sneri ekki baki við manni sínum, er hann var yfirbug- aður og beið dauðans, úr því að hún bar ekki gæfu til þess áður en það var um seinan. Norðmenn dæmdu Kristinu Flagstad hart, vegna þess að hún hafði áður verið svo mjög elskuð og virt, bæði heima og erlendis. Dómstólar fjölluðu ekki um mál hennar, en hún fékk ekki að hverfa úr landi. Henni bárust tilboð, hvaðanæfa að úr heimi, um að koma og halda söngskemmtan- ir, — hún er ein vinsælasta söng- kona, sem nú er uppi — en hún varð að hafna öllum slíkum boð- um. Ein og yfirgefin varð hún að hýrast á heimili sínu. Hún fékk ekki að syngja. Hljómplötur henn- ar, sem svo vinsælar voru í Nor- egi áður, voru aldrei leiknar í norska útvarpið, flestir vinir hennar og fornir aðdáendur höfðu snúið við henni bakinu. Loks mun Norðmönnum hafa þótt vera komið nóg. Kristine Flagstad hefur yfirgefið Noreg. Nú er hún komin aftur til Banda- ríkjanna og' eitt af fyrstu embætt- isverkum hins nýja forstjóra Metropolitanoperunnar er að ráða 22 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.