Stjörnur - 01.05.1950, Side 30
hendur til Los Angeles, til þess að
reka sjálf réttar síns og sækja
dóttur sína.
STROMBOLIMYNDIN er stöð-
ugt sýnd við mikla aðsókn í Ame-
ríku, enda þótt allir, sem um kvik-
myndir skrifa, viðurkenni, að hún
sé hvorki fugl né fiskur. Þótt
kostnaðurinn við myndina væri
mikill, fékkst hann greiddur
í fyrstu vikunni, sem myndin var
sýnd, og er slíkt algjört einsdæmi
í kvikmyndasögunni. Lítur helzt
út fyrir, að þetta verði mesta
gróðamynd ársins. Ingrid fékk
182.000 dollara fyrir sinn leik og
veitti dr. Lindström peningunum
viðtöku, eða réttara sagt 154.000
dollurum, því hitt fór í skatta og
opinber gjöld samkvæmt ame-
rískum lögum. En þetta er samt
dálaglegur skildingur og hefur
Ingrid mótmælt því að dr. Lind-
ström skuli halda þessu fé. En
hann segir að það sé aðeins til
bráðabirgða.
Ingrid segir í kröfuskjali sínu,
er hún hefur nýlega látið leggja
fram við dómstólaná, að hún hafi
að mestu leyti greitt kaupverð
húss þeirra hjóna og auk þess lát-
ið gera það í stand fyrir 12.000
dollara. Þá kveður hún og vera
sína eign: þrjár bifreiðar, húsgögn,
dýrgripi, loðkápur og aðra dýr-
mæta muni, þar á meðal 29.000
dollara í ríkisskuldabréfum. að ó-
nefndum greiðslum fyrir leik
hennar í kvikmyndunum „Jeanne
d’Ac“ og „Under Capricom11,
sem dr. Lindström hefur veitt
móttöku í fjarveru hennar.
NÝLEGA kom Ingrid Bergman-
máhð til umræðu í sjálfu þingi
Bandaríkjanna í Washington.
Þingmaður að nafni Edwin C. Jo-
hnson, sem frægur er m. a. fyrir
það, að hann vár sá fyrsti, sem
kvað upp úr með það opinberlega
í sjónvarpsviðtali, að Bandaríkin
gætu framleitt spreng'ju, sem væri
þúsund sinnum öflugri en sú
fyrsta, svo Rússum væri betra að
hafa sig hæga. Þá fékk hann
skömm í hattinn fyrir fram-
hleypnina. Nú vekur hann aftur
athygli á sér, með því, að vilja
láta setja lög um að sérstakt leyfi
þurfi til þess að leika í kvikmynd-
um í Bandaríkjunum, „svo að
hægt sé“, eins og hann komst að
orði „að koma í veg fyrir það, að
siðleysingjar á borð við Ingrid og
Ritu Hayworth geti grafið undan
kristilegum siðgæðishugsjónum
amerísku þjóðarinnar. Engin ætti
að fá atvinnuleyfi í kvikmynda-
iðnaðinum nema hann geti sann-
að það fyrir sérstökum dómstóli,
að hann hafi ekki gert sig sekan
um siðferðisbrot.“
Heldur var nú þessari tillögu
þingmannsins tekið fálega og
æstist hann þá um allan helm-
30 STJÖRNUR