Stjörnur - 01.05.1950, Side 32
BARNAHÁTÍÐ SÚ, sem haldin
er á hverri hvítasunnu í Molschle-
ben í Þýzkalandi, er vafalaust hið
einkennilegasta hátíðahald, sem
ennþá tíðkast til sveita. Það er
minningarhátíð og á að rekja upp-
haf sitt til hinna hræðilegu tíma
þrjátíu-ára-stríðsins.
Árið 1642 eða 44 segir sagan, sat
hershöfðingi óvinahersins um
þorp þetta, er áður var svo mjög
aðþrengt af setuliðsgistingum,
fjárkúgun og allskonar yfirgangi,
að íbúarnir voru orðnir skepnu-
lausir að heita mátti. Hinn harð-
Barnahátíð
úðugi hershöfðingi hótaði þeim
öllu illu og sór þess eið, að hann
mundi ekki láta stein yfir steini
standa ef sér væri ekki færðir 200
skjóttir hestar og allir úr sama
stóði. Voru þorpsbúar nú í mikl-
um vanda staddir og vissu ekki
hvað til brags skyldi taka, en þá
datt þeim ráð í hug. Reiðprik þau,
sem krakkar þeirra léku sér að,
voru einmitt mislit og kölluð
„Skjónar“ og stóð ekki á löngu að
útvega 200 slíka reiðskjóta. Voru
þeir allir gerðir úr sama trénu,
tegldir og litaðir og því næst riðu
krakkarnir þeim til herbúða hers-
höfðingjans.
Hershöfðinginn viknaði þegar
hann leit þennan hóp og heyrði
bænarákall barnanna og hét því
náðarsamlega, að hann skyldi
þyrma heimilum þeirra. Sagt er,
að herramaður sá, sem þá átti
Molschleben herragarð, hafi stofn-
að til hátíðar þessarar, sem börnin
hlakka til enn í dag, til minningar
um atburðinn.
Á hátíð þessari fara drengir um
allt þorpið með hljóðfærasveit í
broddi fylkingar, en þorpið er allt
skreytt grænu laufi. Yngri dreng-
irnir eru allir ,,ríðandi“ á hinum
fornfrægu Skjónum sínum, en
í Þýzkalandi *
eldri drengimir hafa hjálm og
spjót að vopnum. Eru fánar bom-
ir fyrir þessari glæsilgu fylkingu,
en hún heimsækir alla heldri
menn bæjarins, prestinn, skóla-
stjórann og bæjarfógetann og
hrópar liúrrá fyrir utan hús þeirra
og fær sætabrauð að launum.
Einnig er það gömul venja að fara
til myllunnar, sem eitt sinn heyrði
til herragarðinum.
Sérstaklega er þó förinni heitið
til bökunarhússins og þar fengið
sér feiknin öll af allskonar brauði,
en þar er líka „Skjónunum11 slátr-
að og þeir feng'nir bakaranum í
eldinn og endar svo hátíðin að
lokum með barnaballi.
32 8TJÖRNUR