Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 33

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 33
Jean Pierre Aumont Hetja og leikari JEAN PIERRE AUMONT er fæddur í París og er því Frakki að ætt og uppruna. Þó er hann bjartur yfirlitum, bláeygður, ljós- hærður og full sex fet að hæð. En þótt útlitið gæti gefið til kynna að hann væri kominn af Göngu- Hrólfi eða köppum hans, er blóð- ið franskt, ólgandi heitt og á- stríðuríkt, skapið mikið, fjörið svellandi. Hið upprunalega ættarnafn hans er Villiers, en Aumontnafnið er úr móðurættinni og tók hann það sem listamannsheiti. Hann var settur í frægan leikskóla á Signu- bökkum og fékk hinn ágætasta einkakennara. Og hann hafði ekki verið lengur við nám en aðeins tvö ár, er hann fékk sitt fyrsta hlutverk við aðalleikhús Parísar, þá aðeins 17 ára að aldri. Hann gat sér þegar hið bezta orð. Eftir það stundaði hann námið með frægustu farandleikflokkum Frakklands, er fóru á milli stór- borga landsins og til nýlendu- borga í Túnis og Algier. Þess var svo ekki langt að bíða að frönsku kvikmyndafélögin tækju Jean Pierre Aumont í þjónustu sína. Hann var settur í aðalhlutverk við hliðina á stjörn- um eins og Simone Simon, Onnu- bellu, Jean Gabin, Danielle Darr- ieux, og fóru sumar af þessum myndum sigurför um heiminn, eins og t. d. „Hotel de Nord“. Þegar stríðið hófst 1939 var Jean Pierre Aumont nýbyrjaður í mynd ásamt Mörtu Eggerth. En er herlúðrarnir gullu þvoði hann af sér leikkremið og lét skrá sig til herþjónustu. Hann var skipaður undirliðsforingi í skriðdrekadeild og tók þátt í orustunni við Sedan. Þjóðverjar innikróuðu hersveit- ina, en Jean var meðal þeirra, er tókst að komast undan. Hann vék þó ekki af hólmi fyrr en öll skot- færi voru til þurrðar gengin. Hann komst með skriðdrekann sinn til STJÖRN'UR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.