Stjörnur - 01.05.1950, Side 34
nýrra varnarstöðva. En nú var
sókn Þjóðverja svo ör að Frakkar
fengu við ekkert ráðið og gáfust
upp, eins og kunnugt er. Jean
Pierre Aumont ákvað þá að
hverfa úr landi og tókst honum
eftir mikla hrakninga og mann-
raunir að komast til Bandaríkj-
anna.
Þrem dögum eftir að hann kom
til Ameríku hafði hin fræga leik-
kona og leikhússtýra, Katharine
Corrwell ráðið Jean Pierre Aum-
ont í þjónustu sína. Fór hann með
leikflokki hennar sigurför um
Bandaríkin. Við sýningu í San
Fransiskó var viðstaddur einn af
leikstjórum Metro-Goldwyns-
kvikmyndafélagsins, og bauð hann
Jean þegar hlutverk í stórmynd,
er hann hafði á prjónunum, enda
var Jean þá orðinn svo leikinn í
enskum framburði eftir nokkurra
mánaða dvöl í vesturheimi, að
vart mátti greina á mæli hans að
hann væri útlendingur.
En nú voru Frjálsir Frakkar
farnir að sækja í sig veðrið, og
hugðu á sókn. Þegar Jean Pierre
Aumont hafði lokið við fyrstu
amerísku myndina þáði hann ekki
tilboð um leik í nýrri, en fór til
franska sendiráðsins í New York
og bauð de Gaulle-mönnum þjón-
ustu sína. I stað þess að senda
hann til vígstöðvanna strax, eins
og Jean hafði mælst til, var hon-
um skipað að hverfa aftur til
Hollywood og falið að leika þar
aðalhlutverkið í fransk-amerískri
kvikmynd, er fjallaði um frelsis-
baráttu Frakka.
Þegar þeirri kvikmynd var lok-
ið héldu Jean Pierre Aumont eng-
in bönd í Bandaríkjunum, hann
vildi komast heim til frönsku víg-
stöðvanna. Hann var þó ekki sett-
ur í franska herdeild heldur skip-
aður sem franskur túlkur og miðl-
ari með amerískri deild og annað-
ist hann samband hennar við
franskar herdeildir. Hann var því
á sífelldu ferðalagi milli herdeild-
anna, og oft þar sem hættan var
mest, þótt hann tæki í rauninni
ekki beinan þátt í bardögunum.
Hann sýndi mikla dirfsku og
snarræði á þessum erfiðu ferðum
og fara af því margar sögur, þótt
ekki verði þær skráðar hér. En í
einni slíkri glæfraför munaði
minnstu að hann léti lífið. Hann
var þá á ferð ásamt frönskum
hershöfðingja og stjórnaði sá síð-
arnefndi jeppabílnum, sem þeir
óku í. Vegna sprengju, er Þjóð-
verjar höfðu skotið á veg einn,
þurftu þeir að fara yfir smábrú,
sem ekki var ætluð bílaumferð.
Hún reyndist líka of veik og
brotnaði undan bílnum. Hershöfð-
inginn lét þarna líf sitt, en Jean
slasaðist, handleggs- og fótbrotn-
aði, en komst þó furðu fljótt aftur
til heilsu.
í 20 mánuði var Jean Pierre
34 STJÖRNUR