Stjörnur - 01.05.1950, Side 35

Stjörnur - 01.05.1950, Side 35
Oráð Smásaga eftir J. H. Jakobsen SNJÓRINN lá eins og mjúkur feldur á torginu. Edith Layton dró gluggatjaldsröndina í stofunni til hliðar og gægðist út. Að baki henni snarkaði í eldinum á arn- inum og glampar brugðu á leik um veggi og loft. Það var notalegt í stofunni þetta kalda vetrar- kvöld. — Það er flónska af mér að vera svona áhyggjufull, hugsaði hún. En Frank lá veikur uppi í svefn- herberginu og hún gat ekki að því gert, að hún var kvíðin út af hon- um. Þegar komið var með hann heim af kvikmyndasalnum í gær, fölan, skjálfandi og í búningnum, sem hann hafði notað í hlutverk- inu, hafði hún beinlínis orðið hrædd við hann. ☆ ☆☆'írir'ír-ír'ír^'ír-írírír'ír-ír'íMi’tir-íriir Aumont í herþjónustu að þessu sinni eða til stríðsloka. Þá var hann sæmdur heiðursmerki fyrir afrek sín, og hvarf síðan aftur til Hollywood. í New York hafði hann kynnst leikkonunni Mariu Montez og nú giftu þau sig. Þau eiga eina dóttur og er ekki annað vitað, en að þau séu mjög ham- ingjusöm. Lungnabólga datt henni strax í hug. En þegar læknirinn kom hafði hann sagt, að þetta væri ekki annað en hastarlegt kvef. En samt hafði þetta fengið á hana — þau voru svo heilsu- hraust, að hún var algerlega ó- vön veikindum á heimilinu. Börn- in höfðu sloppið við alla algenga og venjulega barnasjúkdóma. Kvef og' hóstakjöltur var það al- varlegasta, sem að þeim hafði amað. Hún gerði sér vitanlega ljóst, að nú þegar hún og Frank færu að eldast, mættu þau búast við, að verða veik við og við. En hvaða bull var þetta. — Þau voru ekki gömul, og þó að þau yrðu gömul — hversvegna skyldu þau þurfa að verða veik fyrir því? Frank var fjörutíu og fjögurra og hún varð fertug eftir mánuð — þetta var enginn aldur. Hún sneri frá glugganum. Hún hafði látið dyrnar að dagstofunni standa í hálfa gátt, svo að hún gæti heyrt, þegar læknirinn kæmi ofan frá sjúklingnum. Nú heyrði hún til hans í stiganum og fór fram í anddyrið. — Hvernig líst yður á manninn minn í dag, læknir? STJÖRNUR 35

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.