Stjörnur - 01.05.1950, Síða 36

Stjörnur - 01.05.1950, Síða 36
— Þetta er inflúensa, sagSi Martin gamli læknir. Eg átti von á því. Ég er alveg hissa á, að allur kvikmyndaheimurinn skuli ekki lig'gja í inflúensu í þessu tíðar- fari. Fólkicl er bakað í þessu sterka ljósi og öslar svo snjóinn heim til sín á eftir. Ég býst við, að hann verði að liggja í viku. — En er hann mikið veikur? Martin læknir hló gegnum rost- ungskampinn og tók í öxlina á henni. Hann var gamall húsvinur og gat leyft sér að vera kumpán- legur við þau hjónin. — Nei, nei — það eru engin lík- indi til að hann yfirgefi þennan heim, ef það er það, sem þér eigið við! Hann er hraustur eins og hestur — og það eruð þið öll. Það getur hugsazt að hann verði rugl- aður í einh eða tvo daga — tali í óráði, meina ég — en þér skuluð ekki vera hrædd við það. Hann rausar auðvitað mestu fælu, ein- tóma vitleysu. En hjúkrunarkon- an verður að sjá um, að hann sparki ekki af sér yfirsænginni eða fari fram á gólf. Hann kemst bráðega á -fætur aftur. Gamh læknirinn tók af sér gleraugun og stakk þeim í húsin. Svo leit hann allt í einu upp og spurði: — Hefur hann nokkrar sérstakar á- hyggjur. — Sérstakar------áhyggjur? endurtók Edith forviða. — Já ,mér fannst einhvernveg- inn, að það væri eitthvað, sem lægi þungt á honum. Það er kannski ekki annað en inflúensan — hún gerir suma daufa í dálkinn. — Kannski að hann hafi áhyggj- ur út af kvikmyndinni, sagði Ed- ith. Það getur verið að veikindi hans tefji myndatökuna um tíma — og ég veit, að þeir höfðu ein- mitt verið að kosta kapps um, að fullgera myndina sem fyrst. — Ætli það sé ekki hægt að láta annan mann taka við hlut- verkinu hans — og svo held ég að félagið hefði efni á að tapa svo- litlu, ef því væri að .skipta. Þér megið þakka guði fyrir, að maður- inn yðar skuli ekki vera einn af þessum svokölluðu stóru stjörn- um. — Það geri ég líka, sagði hún og brosti. — Þessir frægu leikarar lifa hundalífi, hélt læknirinn áfram. Ekkert heimilislíf, engin ró, eng- inn friður! Frank á miklu betra en þeir — þó að hann leiki ekki nema miðlungshlutverk. Að vísu græð- ir hann aldrei milljónir, en hvað ætti hann líka við þær að gera? Hann hefur góðar og vissar tekj- ur og þær endast ykkur ævilangt. Og auk þess er hann leikari, reglu- legur leikari, en ekki útstoppuð brúða, með laglega snoppu. Mart- in læknir greip hattinn sinn og bjóst til að fara. — Hvað er að frétta af börnunum? 36 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.