Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 37

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 37
— Allt gott — þakka yður fyrir. Eg fékk bréf frá Jerry í kvöld — hann skrifar á hverjum föstudegi. Hver veit nema við fréttum af Jo- an á morgun, en hún er svo löt, stelpuanginn og skrifar miklu sjaldnar — nema þegar hana vant- ar peninga. Þau koma bráðum heim í jólaleyfið. — Það er gott að þau <eru í heimavistarskóla núna, úr því að hann Frank veiktist. Og beyrið þér — þér verðið líka að fara var- lega sjálf. Þér verðið að skola hálsinn í hvert skipti sem hér haf- ið verið inni hjá honum — og svo ekkert kossaflens! Hann hló og klappaði henni á öxlina. — Ég gleymdi alveg, að þið Frank eruð ekki barnung og nýgift lengur. Jæja, góða nótt. Ég lít inn á morg- un. HÚN FÓR upp í svefnherberg- ið til Frank. Hann var einn þessa stundina, hjúkrunarkonan hafði farið ofan í eldhús að hita kam- illute. — Hvernig líúur þér, góði? spurði hún og laut niður að hon- um. Hann starði á hana en augna- ráðið var raunalegt og' fjarrænt. Andlitið þrútið af sótthitanum. Hún gat séð að hann var ekki með fullri rænu. — Nú batnar þér bráðum, Frank, sagði hún og lagði hendina létt á rakt ennið á honum. Hann reis allt í einu upp við dogg og greip hendina á henni. — Leggstu út af, Frank — það er um að g'era, að þér verði ekki kalt. — Ég veit að ég dey, læknir, sagði hann loðmæltur. — Ég veit það svo vel — yður þýðir ekkert að reyna að villa mér sjónir. — Nei, nei, Frank, vertu nú ekki að þessari vitleysu! Hún hafði farið að skjálfa, þegar hún heyrði, hvað hann sagði, þó að heilbrigð skynsemi hennar segði henni, að engin hætta væri á ferðum. Mart- in læknir hafði einmitt búið hana undir þetta og sagt, að Frank myndi líklega fá óráð. En henni varð órótt samt og hún óskaði, að hjúkrunarkonan kæmi sem fyrst aftur. — Það er ekkert að óttast, Frank — þér batnar innan skamms aftur. — Nei, læknir, sagði hann og' kastaði óþolipn til höfðinu á kodd- anum. — Jú, víst, góði! Þekkirðu mig ekki? — Já, það er Edith, hvíslaði hann. Ég verð að ráðstafa öllu áð- ur en ég dey. Finnst yður ég ætti að segja Edith frá því? — Segja Edith — — hvað? spurði hún og nú greip hana áköf hræðsla. En að fara að spyrja hann núna, þegar hann var ekki stjörnur 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.